

July 21, 2025
Kynntu þér nýjustu uppfærslur frá Teya: betri upplifun í appinu. Nú geturðu búið til greiðslubeiðnir á örfáum sekúndum beint úr appinu eða á þjónustuvefnum.
Fáðu skýra yfirsýn yfir reksturinn um leið og þú opnar appið.
Skoðaðu gögn á fyrirtækjastigi og fylgstu auðveldlega með sölu yfir marga samninga.
Sjáðu þróunina og haltu forskotinu: nýr söluhluti sýnir hvernig gengur í dag miðað við í gær, auk heildarsölu eftir viku, mánuði og ár. Þú færð einnig einfaldaða yfirsýn yfir uppgjör reksturs og getur haldið þér uppfærðum með nýjustu breytingum.
Mundu: viðkvæm gögn á heimasvæðinu eru aðeins aðgengileg þeim sem hafa eiganda- eða stjórnandaaðgang.
Finndu allt sem þú þarft, þegar þú þarft á því að halda: ný valmynd hefur fjóra hnappa:
Heim: fljótleg leið á heimasvæðið.
Sala: skoðaðu færslur og ítarlegri söluupplýsingar.
Selja: samþykktu greiðslur með Teya Tapp eða Greiðslubeiðnum.
Meira: hér má finna allt það helsta varðandi reksturinn þinn. Þar finnur þú meðal annars góð ráð, flýtiaðgang að söluyfirliti, færslum, skýrslum og fleira.
Við höfum líka einfaldað leiðina til að skipta á milli fyrirtækja. Nú geturðu valið fyrirtæki efst í appinu og síað gögn niður á samninga.
Þú getur nú einnig skoðað og sótt uppgjör og færslur á fyrirtækjastigi eða síað eftir einum eða fleiri samningum, þannig færðu betri yfirsýn yfir heildarreksturinn.
Ný hönnun á sölusíðunni með hreinni og einfaldari framsetningu gerir það þér kleift að samþykkja greiðslur hraða, hvort sem er með Teya Tapp eða greiðslubeiðnum.
Við höfum líka bætt aðgangsstýringar. Notendur með „meðlimur“-hlutverk geta samþykkt greiðslur og skoðað færslur, en hafa ekki aðgang að viðkvæmum gögnum né skýrslum.