Updates to the Terms
Last material update
22 November 2024
Uppfærðir viðskiptaskilmálar
Hinn 31/01/2025 munu greiðsluskilmálar Teya („Greiðsluskilmálar“) breytast. Hinn sama dag munu jafnframt nýir skilmálar, þ.e. annars vegar skilmálar greiðsluposa („Posaskilmálar“) og hins vegar almennir skilmálar Teya („Almennir Skilmálar“), sameiginlega „Skilmálar“ taka gildi. Upplýsingar um þessar breytingar, þar á meðal yfirlit yfir þær helstu, eru aðgengilegar hér að neðan. Vinsamlegast athugaðu að upplýsingar um helstu breytingar sem fram koma á þessari yfirlitssíðu eru til upplýsinga eingöngu. Bindandi útgáfa þeirra breytinga sem munu taka gildi má nálgast í Skilmálunum.
Hvenær munu hinir nýju skilmálar taka gildi?
Fyrir núverandi viðskiptavini Teya taka þeir gildi frá og með 31/01/2025. Fyrir nýja viðskiptavini eru þeir gildandi frá og með birtingu þeirra.
Hvað er að breytast?
Nokkrar af helstu breytingunum eru eftirfarandi:
1. Greiðsluskilmálar Teya & Almennir Skilmálar Samstæða Teya býður viðskiptavinum sínum, víðsvegar um Evrópu og víðar, fjölbreytilega þjónustu og um þær þjónustur gilda sérstakir skilmálar. Í því skyni að einfalda og samræma hina ólíku skilmála sem um þessar þjónustur gilda höfum við útfært Almenna Skilmála Teya sem gilda um alla þá þjónustu sem veitt er nema annað sé tekið fram. Þetta tryggir samræmi í þjónustuframboði samstæðunnar hvað samningsskuldbindingar varðar, svo sem vegna þátta er lúta að tilkynningum, takmörkun á ábyrgð, gildistíma og endalok samninga, og eru þessir þættir nú að mestu leyti þar að finna. Almennir Skilmálar Teya eru nú hluti Greiðsluskilmála félagsins.
2. Greiðsluþjónusta Uppfærðir Greiðsluskilmálar fela í sér nánari lýsingu á þjónustuframboði Teya, þ.m.t. færsluhirðingu og tengdri þjónustu, í sérstökum kafla í skilmálunum. Þá lýsa þeir jafnframt nánar hlutverki Teya við að kalla eftir upplýsingum um viðskiptavini félagsins og þeirra rekstur, sem og að kanna áreiðanleika hans, svo unnt sé að meta fjárhagsstöðu og lánstraust í því skyni að draga úr áhættu Teya af viðskiptunum.
3. Að halda okkur upplýstum Svo að við getum veitt þér framúrskarandi þjónustuna og brugðist skjótt við ef vandamál gera vart við sig er brýnt að þú tilkynnir okkur þegar tiltekin tilvik koma upp, svo sem öryggisbrestir eða ef greiðsluposi glatast. Uppfærðir Greiðsluskilmálar eru að mestu óbreyttir að þessu leyti en við höfum átt við orðalag þeirra svo það sé auðveldara fyrir þig að átta þig á því hvað ber að upplýsa um og hvenær.
4. Þjónustugjöld, uppgjör og frádráttur Við höfum skýrt frekar hvar nálgast má upplýsingar um viðeigandi þjónustugjöld, hvort sem þau eru tekin fram í verðskrá, tilkynningu þegar til viðskipta er stofnað eða með öðrum hætti sem samþykktur hefur verið. Þá höfum við jafnframt bætt við nánari skýringum um hvoru tveggja blönduð og óblönduð þjónustugjöld og undirliggjandi þætti sem viðkomandi gjöld samanstanda af. Nýju ákvæði hefur verið bætt við er varðar samþykkt blandaðra þjónustugjalda, en í slíkum tilvikum eru boðin þjónustugjöld byggð á upplýsingum sem þú veitir um þinn rekstur. Að því marki sem verulegur munur er á þeim upplýsingum sem þú hefur veitt og sölumynstri þínu, áskiljum við okkur rétt til að aðlaga þjónustugjöld svo þau samræmist raunverulegu sölumynstri. Einnig hefur verið skýrt nánar hvenær við drögum frá okkar þjónustugjöld og hvenær þau skuli koma til greiðslu.
5. Frestun uppgjöra Stundum, t.d. ef okkur grunar svik eða auknar endurkröfur er varða þinn rekstur, gætum við frestað greiðslu uppgjöra. Margar þeirra ástæðna fyrir því hvers vegna við gætum gripið til þess að fresta uppgjörsgreiðslum til þín eru þær sömu og í fyrri skilmálum en við höfum gert orðalag skýrara sem og átt við nálgun okkar þegar til þessarar aðgerðar er gripið. Þessar breytingar eru einkum: 1) ástæður sem heimila frestun uppgjörsgreiðslna hafa verið rýmkaðar; 2) við munum reyna eftir fremsta megni að tilkynna þér um frestun uppgjörsgreiðslna en erum ekki skyldug til þess nema slíkt sé nauðsynlegt samkvæmt viðeigandi lögum; og 3) heimildir Teya til að koma upp og ráðstafa varasjóðum hafa verið rýmkaðar, svo sem auknar heimildir er varða ráðstöfun fjármuna í varasjóðum til skuldajöfnunar vegna tjóns er hlotist hefur af vegna brota á Greiðsluskilmálum félagsins. Nánari upplýsingar má nálgast í uppfærðum Greiðsluskilmálum. Við vekjum þó athygli á því að til aðgerða af þessu tagi er eingöngu gripið í nauðsyn.
6. Gildistími og endalok samnings Meginregla Greiðsluskilmála Teya er varðar gildistíma og uppsögn þeirra helst að mestu óbreytt, þ.e. engar langtímaskuldbindingar og er uppsögn þeirra heimil hvenær sem er án fyrirvara, nema um annað hafi verið sérstaklega samið. Þær uppfærslur er orðið hafa hvað framangreind ákvæði varða lúta fyrst og fremst að orðalagi og einföldun þess.
7. Heimild til breytinga á Greiðsluskilmálum Við höfum gert smávægilegar breytingar á orðalagi ákvæða sem heimila okkur að breyta Greiðsluskilmálunum og þjónustugjöldum í því skyni að gera þau skýrari. Þá höfum við jafnframt skýrt frekar hvenær tilteknum lágmarksréttindum telst afsalað, svo sem varðandi tilkynningar- og uppsagnarfresti.
8. Upplýsingar um færslur Við höfum uppfært ákvæði sem fjalla um hvar unnt sé að nálgast frekari upplýsingar um þín viðskipti og uppgjör.
9. Takmarkanir Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar í tengslum við hvað sé talið heimilt og hvað ekki ásamt því sem ákvæði af þessu tagi hafa að mestu leyti verið færð undir sama kafla. Nýjar takmarkanir eru meðal annars þær að óheimilt er að setja lágmarksverð fyrir móttöku greiðslukorta sem og að gjaldfæra aukalega vegna greiðslukortanotkunar nema slíkt sé sérstaklega heimilt samkvæmt reglum greiðsluþjónustukerfis, svo sem Visa eða Mastercard, eða lögum.
10. Reglur greiðsluþjónustukerfa og greiðsluaðferðir Teya býður margar mismunandi greiðsluaðferðir, þar á meðal á vegum greiðsluþjónustukerfa líkt og Mastercard, Visa og American Express. Umrædd greiðsluþjónustukerfi hafa sett sér sérstakar reglur um hvernig vörur þeirrar og greiðsluþjónustukerfi í heild skulu nýttar, og gilda þær m.a. um Teya, söluaðila og korthafa. Okkar hlutverk á grundvelli reglna greiðsluþjónustukerfis er m.a. að framfylgja þeim. Greiðsluskilmálar Teya innihalda því viðkomandi reglur greiðsluþjónustukerfa. Þess ber þó að nefna að slíkt felur ekki í sér breytingu frá eldri skilmálum, heldur höfum við einfaldað tilvísanir til viðkomandi reglna greiðsluþjónustukerfa. Þá höfum við einnig skýrt nánar hvaða reglur gilda að því leyti sem misræmis gætir, t.d. á Greiðsluskilmálum Teya og reglum greiðsluþjónustukerfis, sem og bætt við ákvæði sem felur í sér heimild okkar til að afnema greiðsluaðferðir. Ennfremur höfum við einfaldað ákvæði sem lýsa notkun á vörumerkjum greiðsluþjónustukerfa.
11. Myntval Í uppfærðum Greiðsluskilmálum okkar er að finna nánari lýsingu á nálgun okkar er varðar myntval (DCC), meðal annars: 1) þegar korthafi kýs DCC mun verð vöru eða þjónustu vera umreiknað með því að nota tiltekið myntvalsgengi. Þóknun Teya kann að vera bætt við og er það á forræði Teya að ákvarða hvort þú fáir hlutdeild í slíkri þóknun; 2) Teya er heimilt á hverjum tíma að skipta um gjaldeyrisþjónustuveitanda; 3) þér ber skylda til að tryggja að þitt starfsfólk geti upplýst korthafa um DCC með skilmerkilegum hætti, gæta að framsetningu DCC og að farið sé að viðeigandi reglum greiðsluþjónustukerfis.
12. Tungumál Líkt og áður hefur verið minnst á er Teya samstæðan samsett úr mörgum mismunandi fyrirtækjum, einkum innan Evrópu. Þá veitir Teya Iceland hf. jafnframt sína greiðsluþjónustu í ýmsum löndum út fyrir landsteinana, svo sem í Ungverjalandi, Tékklandi og Króatíu. Samræmi er varðar þjónustuupplifun viðskiptavina skiptir okkur því höfuðmáli, og hið sama gildir um viðskiptaskilmála okkar. Af þeirri ástæðu mun gildandi útgáfa Greiðsluskilmála Teya, sem og annarra skilmála félagsins, vera á ensku. Engu að síður munum við jafnframt útvega afrit af skilmálum okkar á þínu tungumáli í upplýsingaskyni og munum jafnframt halda áfram að eiga samskipti á móðurmáli þínu.
13. Skyldur Í uppfærðum Greiðsluskilmálum höfum við skýrt frekar skyldur þínar þegar þú notar greiðsluþjónustu Teya með það að leiðarljósi að einfalda þær. Við höfum jafnframt bætt við nýjum ákvæðum sem fela í sér reglulega athugun uppgjörsyfirlita og skyldu til endurgreiðslu færslna sem hafa verið rukkaðar fyrir slysni eða ofrukkanir. Þá er jafnframt mælt fyrir um þá skyldu til að skila vélbúnaði, að því gefnu að slíkur vélbúnaði sé í leigu frá okkur, við endalok samningssambands. Ef þú vilt nálgast frekari upplýsingar um helstu skyldur vísum við á uppfærða Greiðsluskilmálanna.
14. Endurkröfur Í uppgfærðum Greiðsluskilmálum höfum við aukið skýrleika skilgreiningar á endurkröfum, þær helstu aðstæður sem gætu ollið því að slík krafa komi fram og orðalag um meðferð endurkrafna. Meginreglan er enn sú sama, þ.e. að viðskiptavinur ber endanlega ábyrgð á endurkröfu, en við höfum skerpt á ákvæðum er heimila Teya að halda eftir uppgjörum þegar hætta á endurkröfum eykst sem og verkferlum í tengslum við þær.
15. American Express skilmálar Að kröfu American Express, er í uppfærðum Greiðsluskilmálum að finna nýtt ákvæði er skyldar fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem taka við American Express greiðslukortum, til að setja sér stefnu um aðgerðir gegn nútímaþrælkun.
16. Skilmálar greiðsluposa Ásamt því að kynna til leiks uppfærða Greiðsluskilmála, höfum við einnig útfært nýja Posaskilmála, sbr. áðurgreint. Almennir Skilmálar Teya eru hluti af Posaskilmálunum rétt eins og í Greiðsluskilmálunum. Í Posaskilmálunum er hlutverki Teya sem þjónusutveitanda lýst, sem felur meðal annars í sér aðstoð við að setja upp greiðsluposa, uppfærslu hugbúnaðar og útskiptingu búnaðar ef upp koma vandamál, þó með takmörkunum. Í Posaskilmálunum er jafnframt fjallað um þínar skyldur, sem varða m.a. uppfærslu hugbúnaðar greiðsluposans, uppsetningu og viðhald, ef svo á við.
Updated terms and conditions
On 31/01/2025, Teya's payment terms ("Payment Terms") will be updated. On the same day, new terms and conditions will come into effect, including the payment terminal terms ("Terminal Terms") and Teya's general terms and conditions ("General Terms"), collectively referred to as the "Terms." Details of these changes, including a summary of the main updates, are available below. Please note that the overview of the main changes is for informational purposes only. The binding versions of the changes can be found in the updated Terms.
When will the new terms come into effect?
For existing Teya customers, the new terms will take effect from 31/01/2025. For new customers, they are valid upon publication.
What is changing?
Some of the main changes are as follows:
1. Teya's Payment Terms & General Terms The Teya group provides a wide range of services across Europe and beyond, each previously governed by specific terms and conditions. To simplify and harmonize these, we have introduced Teya's General Terms, which now apply to all services unless otherwise stated. This change ensures consistency in our service offerings regarding contractual obligations, such as notice periods, limitation of liability, validity periods, and contract termination. These elements are now consolidated into Teya's General Terms, which are incorporated into the company's Payment Terms.
2. Payment service The updated Payment Terms offer a more detailed description of Teya's services, including acquiring and related services, in a separate section. They also provide more comprehensive information on Teya's role in collecting customer information and assessing their operations and reliability. This is to evaluate financial situations and creditworthiness, thereby reducing Teya's risk.
3. Keeping us Informed To provide you with the best service and respond promptly to any issues, it is essential that you notify us of certain incidents, such as security breaches or the loss of a payment terminal. While the updated Payment Terms remain largely unchanged in this aspect, we have revised the wording to make it clearer when and what information needs to be disclosed.
4. Service charges, settlement, and deduction We have clarified where to find information about relevant service fees, whether listed in the fee schedule, provided in a notification when a business relationship is established, or communicated through other approved means. Additionally, we have included more detailed explanations of both blended and unblended service fees and the components of these fees. A new provision has been added regarding the acceptance of blended service fees, which are based on the information you provide about your business. If there is a significant discrepancy between the information provided and your actual sales pattern, we reserve the right to adjust the service fees accordingly. Furthermore, we have detailed when service fees will be deducted and when they should be paid.
5. Postponement of settlements There are occasions, such as when we suspect fraud or anticipate increased chargebacks against your account, when we may delay settlement payments. While many of the reasons for suspending settlement payments remain the same as in the previous terms, we have clarified the wording and our approach. The main changes are as follows: 1) the reasons for suspending settlement payments have been expanded; 2) we will make our best effort to notify you of any suspension of settlement payments, although we are not obligated to do so unless required by applicable law; and 3) Teya's authorizations to establish and manage reserves have been extended. This includes increased authorizations regarding the use of funds in reserves to settle debts resulting from violations of the company's Payment Terms. These actions are taken only when necessary. For more detailed information, please refer to the updated Payment Terms.
6. Validity period and end of contract The principle of Teya's Payment Terms regarding validity and termination remains largely unchanged. There are no long-term commitments, and termination is allowed at any time without notice, unless otherwise agreed separately. However, we are always sorry to see you go. The updates made to these provisions mainly focus on simplifying the wording.
7. Authorization to change the Payment Terms We have made minor adjustments to the wording of the provisions that allow us to change the Payment Terms and service fees, aiming for greater clarity. Additionally, we have further clarified when certain minimum rights, such as notice and termination deadlines, are considered waived.
8. Information about transactions We have updated the provisions regarding where you can obtain more information about your transactions and settlements.
9. Limitations We have made minor changes to clarify what is permissible and what is not, mostly consolidating these provisions into one section. New restrictions include prohibiting the setting of a minimum price for accepting payment cards and charging extra for their use, unless specifically permitted by the rules of a payment service system, such as Visa or Mastercard, or by law.
10. Rules of payment service systems and payment methods Teya offers a variety of payment methods through service providers such as Mastercard, Visa, and American Express. These payment service systems have specific rules governing their use, which apply i.a. to Teya, merchants, and cardholders. Our role includes enforcing these rules based on the payment service system's guidelines. Teya's Payment Terms now include the relevant rules of these payment service systems. While this is not a change from the previous terms, we have simplified the references to these rules and clarified which rules apply in case of discrepancies, such as between Teya's Payment Terms and payment service system rules. Additionally, we have added a provision granting us the authority to cancel payment methods and simplified the provisions regarding the use of payment service system trademarks.
11. Interactive Currency Exchange Our updated Payment Terms offer a more detailed description of our approach to dynamic currency conversion (DCC). Key points include: 1) when a cardholder elects DCC, the product or service will be converted using a specific currency selection rate. Additional costs may apply, and Teya will determine whether such costs are shared with you; 2) Teya may change the currency service provider at any time; and 3) you are obligated to ensure that your staff can meaningfully inform cardholders about DCC, properly present DCC, and comply with the relevant rules of the payment service system.
13. Language As mentioned, the Teya Group consists of various companies primarily located in Europe. Additionally, Teya Iceland hf. provides its payment services beyond its domestic operations, including countries such as Hungary, the Czech Republic, and Croatia. Ensuring a consistent customer service experience is crucial to us, and this extends to our terms of service. Therefore, the current version of Teya's Payment Terms, along with the company's other terms and conditions, will be in English. However, we will also provide a copy of our terms in your language for your reference and will continue to communicate in your native language whenever possible.
13. Obligations In the updated Payment Terms, we have clarified your obligations when using Teya's payment services to make them simpler to understand. New provisions have been added, including the requirement to regularly check settlement statements and to refund accidental charges or overcharges. Additionally, if you have rented hardware from us, there is an obligation to return it at the end of the contractual relationship. For more detailed information about these obligations, please refer to the updated Payment Terms.
14. Chargebacks In the updated Payment Terms, we have clarified the definition of chargebacks, the main situations that could give rise to such claims, and the handling process for chargebacks. The principle remains the same: the customer is ultimately responsible for chargebacks. However, we have refined the provisions that allow Teya to withhold settlements when the risk of chargebacks increases, as well as the procedures related to managing these chargebacks.
15. American Express Terms At the request of American Express, the updated Payment Terms include a new provision requiring companies in the tourism industry that accept American Express payment cards to adopt a policy against modern slavery.
16. Terminal Terms Along with the updated Payment Terms, we have introduced new Terminal Terms. Teya's General Terms are part of the Terminal Terms, just as they are with the Payment Terms. The Terminal Terms describe Teya's role as a service provider, which includes assisting with the installation of payment terminals, updating software, and replacing equipment in case of problems, albeit with limitations. The Terminal Terms also outline your obligations, including updating the payment terminal software, installation, and maintenance, if applicable.