Vörur

Athugið: Rukkað verður áfram fyrir posann í hverjum mánuði, samkvæmt verðskrá okkar, ef ekki skilað.

Verðskrá

Hjálp

Upplýsingar um uppfærða skilmála

síðasta efnisuppfærsla: 27. janúar 2025

Uppfærðir viðskiptaskilmálar  

Hinn 14/03/2025 munu greiðsluskilmálar Teya („Greiðsluskilmálar“) breytast. Hinn sama dag munu jafnframt nýir skilmálar, þ.e. annars vegar skilmálar greiðsluposa („Posaskilmálar“) og hins vegar almennir skilmálar Teya („Almennir Skilmálar“), sameiginlega „Skilmálar“ taka gildi. Upplýsingar um þessar breytingar, þar á meðal yfirlit yfir þær helstu, eru aðgengilegar hér að neðan. Vinsamlegast athugaðu að upplýsingar um helstu breytingar sem fram koma á þessari yfirlitssíðu eru til upplýsinga eingöngu. Bindandi útgáfa þeirra breytinga sem munu taka gildi má nálgast í Skilmálunum. 

Hvenær munu hinir nýju skilmálar taka gildi? 

Fyrir núverandi viðskiptavini Teya taka þeir gildi frá og með 14/03/2025. Fyrir nýja viðskiptavini eru þeir gildandi frá og með birtingu þeirra.  

Hvað er að breytast? 

Nokkrar af helstu breytingunum eru eftirfarandi: 

1. Greiðsluskilmálar Teya & Almennir Skilmálar Samstæða Teya býður viðskiptavinum sínum, víðsvegar um Evrópu og víðar, fjölbreytilega þjónustu og um þær þjónustur gilda sérstakir skilmálar. Í því skyni að einfalda og samræma hina ólíku skilmála sem um þessar þjónustur gilda höfum við útfært Almenna Skilmála Teya sem gilda um alla þá þjónustu sem veitt er nema annað sé tekið fram. Þetta tryggir samræmi í þjónustuframboði samstæðunnar hvað samningsskuldbindingar varðar, svo sem vegna þátta er lúta að tilkynningum, takmörkun á ábyrgð, gildistíma og endalok samninga, og eru þessir þættir nú að mestu leyti þar að finna. Almennir Skilmálar Teya eru nú hluti Greiðsluskilmála félagsins.  

2. Greiðsluþjónusta Uppfærðir Greiðsluskilmálar fela í sér nánari lýsingu á þjónustuframboði Teya, þ.m.t. færsluhirðingu og tengdri þjónustu, í sérstökum kafla í skilmálunum. Þá lýsa þeir jafnframt nánar hlutverki Teya við að kalla eftir upplýsingum um viðskiptavini félagsins og þeirra rekstur, sem og að kanna áreiðanleika hans, svo unnt sé að meta fjárhagsstöðu og lánstraust í því skyni að draga úr áhættu Teya af viðskiptunum. 

3. Að halda okkur upplýstum Svo að við getum veitt þér framúrskarandi þjónustuna og brugðist skjótt við ef vandamál gera vart við sig er brýnt að þú tilkynnir okkur þegar tiltekin tilvik koma upp, svo sem öryggisbrestir eða ef greiðsluposi glatast. Uppfærðir Greiðsluskilmálar eru að mestu óbreyttir að þessu leyti en við höfum átt við orðalag þeirra svo það sé auðveldara fyrir þig að átta þig á því hvað ber að upplýsa um og hvenær.  

4. Þjónustugjöld, uppgjör og frádráttur Við höfum skýrt frekar hvar nálgast má upplýsingar um viðeigandi þjónustugjöld, hvort sem þau eru tekin fram í verðskrá, tilkynningu þegar til viðskipta er stofnað eða með öðrum hætti sem samþykktur hefur verið. Þá höfum við jafnframt bætt við nánari skýringum um hvoru tveggja blönduð og óblönduð þjónustugjöld og undirliggjandi þætti sem viðkomandi gjöld samanstanda af. Nýju ákvæði hefur verið bætt við er varðar samþykkt blandaðra þjónustugjalda, en í slíkum tilvikum eru boðin þjónustugjöld byggð á upplýsingum sem þú veitir um þinn rekstur. Að því marki sem verulegur munur er á þeim upplýsingum sem þú hefur veitt og sölumynstri þínu, áskiljum við okkur rétt til að aðlaga þjónustugjöld svo þau samræmist raunverulegu sölumynstri. Einnig hefur verið skýrt nánar hvenær við drögum frá okkar þjónustugjöld og hvenær þau skuli koma til greiðslu.  

5. Frestun uppgjöra Stundum, t.d. ef okkur grunar svik eða auknar endurkröfur er varða þinn rekstur, gætum við frestað greiðslu uppgjöra. Margar þeirra ástæðna fyrir því hvers vegna við gætum gripið til þess að fresta uppgjörsgreiðslum til þín eru þær sömu og í fyrri skilmálum en við höfum gert orðalag skýrara sem og átt við nálgun okkar þegar til þessarar aðgerðar er gripið. Þessar breytingar eru einkum: 1) ástæður sem heimila frestun uppgjörsgreiðslna hafa verið rýmkaðar; 2) við munum reyna eftir fremsta megni að tilkynna þér um frestun uppgjörsgreiðslna en erum ekki skyldug til þess nema slíkt sé nauðsynlegt samkvæmt viðeigandi lögum; og 3) heimildir Teya til að koma upp og ráðstafa varasjóðum hafa verið rýmkaðar, svo sem auknar heimildir er varða ráðstöfun fjármuna í varasjóðum til skuldajöfnunar vegna tjóns er hlotist hefur af vegna brota á Greiðsluskilmálum félagsins. Nánari upplýsingar má nálgast í uppfærðum Greiðsluskilmálum. Við vekjum þó athygli á því að til aðgerða af þessu tagi er eingöngu gripið í nauðsyn.  

6. Gildistími og endalok samnings Meginregla Greiðsluskilmála Teya er varðar gildistíma og uppsögn þeirra helst að mestu óbreytt, þ.e. engar langtímaskuldbindingar og er uppsögn þeirra heimil hvenær sem er án fyrirvara, nema um annað hafi verið sérstaklega samið. Þær uppfærslur er orðið hafa hvað framangreind ákvæði varða lúta fyrst og fremst að orðalagi og einföldun þess.  

7. Heimild til breytinga á Greiðsluskilmálum Við höfum gert smávægilegar breytingar á orðalagi ákvæða sem heimila okkur að breyta Greiðsluskilmálunum og þjónustugjöldum í því skyni að gera þau skýrari. Þá höfum við jafnframt skýrt frekar hvenær tilteknum lágmarksréttindum telst afsalað, svo sem varðandi tilkynningar- og uppsagnarfresti. 

8. Upplýsingar um færslur Við höfum uppfært ákvæði sem fjalla um hvar unnt sé að nálgast frekari upplýsingar um þín viðskipti og uppgjör.  

9. Takmarkanir Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar í tengslum við hvað sé talið heimilt og hvað ekki ásamt því sem ákvæði af þessu tagi hafa að mestu leyti verið færð undir sama kafla. Nýjar takmarkanir eru meðal annars þær að óheimilt er að setja lágmarksverð fyrir móttöku greiðslukorta sem og að gjaldfæra aukalega vegna greiðslukortanotkunar nema slíkt sé sérstaklega heimilt samkvæmt reglum greiðsluþjónustukerfis, svo sem Visa eða Mastercard, eða lögum. 

10. Reglur greiðsluþjónustukerfa og greiðsluaðferðir Teya býður margar mismunandi greiðsluaðferðir, þar á meðal á vegum greiðsluþjónustukerfa líkt og Mastercard, Visa og American Express. Umrædd greiðsluþjónustukerfi hafa sett sér sérstakar reglur um hvernig vörur þeirrar og greiðsluþjónustukerfi í heild skulu nýttar, og gilda þær m.a. um Teya, söluaðila og korthafa. Okkar hlutverk á grundvelli reglna greiðsluþjónustukerfis er m.a. að framfylgja þeim. Greiðsluskilmálar Teya innihalda því viðkomandi reglur greiðsluþjónustukerfa. Þess ber þó að nefna að slíkt felur ekki í sér breytingu frá eldri skilmálum, heldur höfum við einfaldað tilvísanir til viðkomandi reglna greiðsluþjónustukerfa. Þá höfum við einnig skýrt nánar hvaða reglur gilda að því leyti sem misræmis gætir, t.d. á Greiðsluskilmálum Teya og reglum greiðsluþjónustukerfis, sem og bætt við ákvæði sem felur í sér heimild okkar til að afnema greiðsluaðferðir. Ennfremur höfum við einfaldað ákvæði sem lýsa notkun á vörumerkjum greiðsluþjónustukerfa. 

11. Myntval Í uppfærðum Greiðsluskilmálum okkar er að finna nánari lýsingu á nálgun okkar er varðar myntval (DCC), meðal annars: 1) þegar korthafi kýs DCC mun verð vöru eða þjónustu vera umreiknað með því að nota tiltekið myntvalsgengi. Þóknun Teya kann að vera bætt við og er það á forræði Teya að ákvarða hvort þú fáir hlutdeild í slíkri þóknun; 2) Teya er heimilt á hverjum tíma að skipta um gjaldeyrisþjónustuveitanda; 3) þér ber skylda til að tryggja að þitt starfsfólk geti upplýst korthafa um DCC með skilmerkilegum hætti, gæta að framsetningu DCC og að farið sé að viðeigandi reglum greiðsluþjónustukerfis. 

12. Tungumál Líkt og áður hefur verið minnst á er Teya samstæðan samsett úr mörgum mismunandi fyrirtækjum, einkum innan Evrópu. Þá veitir Teya Iceland hf. jafnframt sína greiðsluþjónustu í ýmsum löndum út fyrir landsteinana, svo sem í Ungverjalandi, Tékklandi og Króatíu. Samræmi er varðar þjónustuupplifun viðskiptavina skiptir okkur því höfuðmáli, og hið sama gildir um viðskiptaskilmála okkar. Af þeirri ástæðu mun gildandi útgáfa Greiðsluskilmála Teya, sem og annarra skilmála félagsins, vera á ensku. Engu að síður munum við jafnframt útvega afrit af skilmálum okkar á þínu tungumáli í upplýsingaskyni og munum jafnframt halda áfram að eiga samskipti á móðurmáli þínu. 

13. Skyldur  Í uppfærðum Greiðsluskilmálum höfum við skýrt frekar skyldur þínar þegar þú notar greiðsluþjónustu Teya með það að leiðarljósi að einfalda þær. Við höfum jafnframt bætt við nýjum ákvæðum sem fela í sér reglulega athugun uppgjörsyfirlita og skyldu til endurgreiðslu færslna sem hafa verið rukkaðar fyrir slysni eða ofrukkanir. Þá er jafnframt mælt fyrir um þá skyldu til að skila vélbúnaði, að því gefnu að slíkur vélbúnaði sé í leigu frá okkur, við endalok samningssambands. Ef þú vilt nálgast frekari upplýsingar um helstu skyldur vísum við á uppfærða Greiðsluskilmálanna. 

14. Endurkröfur Í uppgfærðum Greiðsluskilmálum höfum við aukið skýrleika skilgreiningar á endurkröfum, þær helstu aðstæður sem gætu ollið því að slík krafa komi fram og orðalag um meðferð endurkrafna. Við höfum einnig skerpt á ákvæðum er heimila Teya að halda eftir uppgjörum þegar hætta á endurkröfum eykst sem og verkferlum í tengslum við þær. 

15. American Express skilmálar Að kröfu American Express, er í uppfærðum Greiðsluskilmálum að finna nýtt ákvæði er skyldar fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem taka við American Express greiðslukortum, til að setja sér stefnu um aðgerðir gegn nútímaþrælkun.  

16. Skilmálar greiðsluposa Ásamt því að kynna til leiks uppfærða Greiðsluskilmála, höfum við einnig útfært nýja Posaskilmála, sbr. áðurgreint. Almennir Skilmálar Teya eru hluti af Posaskilmálunum rétt eins og í Greiðsluskilmálunum.  Í Posaskilmálunum er hlutverki Teya sem þjónusutveitanda lýst, sem felur meðal annars í sér aðstoð við að setja upp greiðsluposa, uppfærslu hugbúnaðar og útskiptingu búnaðar ef upp koma vandamál, þó með takmörkunum. Í Posaskilmálunum er jafnframt fjallað um þínar skyldur, sem varða m.a. uppfærslu hugbúnaðar greiðsluposans, uppsetningu og viðhald, ef svo á við. 

Copyright © 2024 Teya Services Ltd. Teya Iceland hf. (kt. 440686-1259) er með starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem lánafyrirtæki.

Iceland (íslenskur)

Cookie Settings

Copyright © 2024 Teya Services Ltd. Teya Iceland hf. (kt. 440686-1259) er með starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem lánafyrirtæki.

Iceland (íslenskur)

Cookie Settings

Copyright © 2024 Teya Services Ltd. Teya Iceland hf. (kt. 440686-1259) er með starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem lánafyrirtæki.

Iceland (íslenskur)

Cookie Settings