Um Okkur
Við teljum að lítil og vaxandi fyrirtæki eigi betra skilið
Um alla Evrópu er oftar en ekki litið fram hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þau hafa þurft að glíma við óhagstæða samningsskilmála og gamaldags hugbúnað. Teya vill breyta því, og teljum við að fyrirtækin eigi betra skilið.
Við smíðum lausnir til að auðvelda móttöku greiðslna, bæta rekstur fyrirtækja og uppfylla þarfir nýrra og núverandi viðskiptavina - og það á sanngjörnu verði. Einföld tilboð eru svo einnig sett upp til að einfalda ferlið og yfirsýn viðskiptavina okkar.
Við erum að byggja upp safn af samtengdum lausnum, þar á meðal móttöku korta, viðskiptaþjónustu, kortaútgáfu, vildarkerfi, uppsetningu á vefsíðum og CRM, sýnileika á netinu, bókunarstjórnun og tax-free þjónustu.
Teya Iceland hf.
Teya Iceland hf. Teya Iceland hf. er leiðandi fjármálafyrirtæki í þróun og hagnýtingu lausna á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar. Teya leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu svo viðskiptavinir okkar nái árangri.
Teya hefur sérhæft sig í öruggri greiðslumiðlun í tugi ára og hefur vottun samkvæmt ISO/IEC 27001 staðli um upplýsingaöryggi.
Teya býður viðskiptavinum sínum færsluhirðingu vegna Mastercard, Maestro, Visa, Visa Electron, UnionPay, JCB, Diners, Discover og American Express.
Teya Iceland hf. (kt. 4406861259), er skráð lánafyrirtæki, til húsa að Katrínartúni 4, 105 Reykjavík, og lýtur eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
Ytri endurskoðandi Teya Iceland hf. er Deloitte ehf.
Innri endurskoðandi Teya Iceland hf. er KPMG ehf.