Vörur

Athugið: Rukkað verður áfram fyrir posann í hverjum mánuði, samkvæmt verðskrá okkar, ef ekki skilað.

Verðskrá

Hjálp

Gjöld

Last material update

April 22, 2024

Þjónustgjöld Teya

Hjá Teya bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á annars vegar blönduð og hins vegar óblönduð þjónustugjöld. Hvort sem þú ert að leita að einföldum og skýrum valkosti eða nákvæmari framsetningu á kostnaði við móttöku kortafærslna, þá höfum við lausnina fyrir þig.

Blönduð þjónustugjöld

Blönduð þjónustugjöld Teya fela í sér stakt verð sem einfalt er að skilja fyrir allar tegundir kortafærslna, og er því auðvelt að bera saman kostnað og áætla framtíðarkostnað vegna móttöku kortafærslna.

Blönduð þjónustugjöld flétta saman kostnaði við að færsluhirða kortafærslur í eitt meðalverð. Meðalverðið er reiknað með því að deila heildarkostnaði sem felst í færsluhirðingu kortafærslna með heildarfjölda kortafærslna.

Blönduð þjónustugjöld Teya innihalda því öll gjöld og kostnað sem lagt er á kortafærslur af hálfu kortaútgefenda, kortakerfa og færsluhirðis, þ. e. Teya. Það þýðir að fast verð á við þegar þú tekur við kortagreiðslum óháð mismunandi flokkum, vörumerkjum og útgáfulöndum greiðslukorta, svo dæmi sé nefnt. Með blönduðum þjónustugjöldum okkar ertu þar af leiðandi ávallt fullviss um hvað þú greiðir vegna hverrar kortagreiðslu. Ef kostnaður við færsluhirðingu kortagreiðslu er hærri en þitt fasta verð fellur mismunurinn á Teya.

Í stuttu máli fela blönduð þjónustugjöld Teya í sér einfaldleika og fyrirsjáanleika þar sem ávallt eitt fast verð mun eiga við um þínar kortafærslur. Þú þarft því ekki að hafa áhyggjur af margbreytilegum gjöldum og öðrum kostnaði – þú greiðir ávallt fast verð vegna færsluhirðingar, þar með talin milligjöld og aukakostnað.

Óblönduð þjónustugjöld

Ólíkt blönduðum þjónustugjöldum fela óblönduð þjónustugjöld í sér nákvæmari framsetningu á þeim kostnaði sem felst í færsluhirðingu kortviðskipta. Óblönduð þjónustugjöld sundurliða kostnað við færsluhirðingu mismunandi tegunda kortafærslna í mismunandi verð að teknu tilliti til kostnaðar við hverja einstaka kortafærslu. Óblönduð þjónustugjöld fela því í sér nákvæmari framsetningu á þeim kostnaði sem færsluhirðing hefur í för með sér og kann að henta þeim seljendum sem hafa áhuga á dýpri skilningi og yfirsýn yfir heildarkostnað færsluhirðingar í rekstrinum.  

Óblönduð þjónustugjöld samanstanda af þremur einstökum gjöldum:

  • Þóknun færsluhirðis: Þetta gjald er innheimt af fyrirtækinu sem hjálpar þér að fá greitt fyrir þínar sölur, þ.e. færsluhirðinum (eins og Teya). Þetta gjald stendur undir kostnaði Teya við að veita viðskiptavinum félagsins færsluhirðingarþjónustu.

  • Skemagjöld: Þetta gjald er innheimt af kortafélögunum (eins og Mastercard og VISA) og stendur undir kostnaði við rekstur kortakerfis.

  • Milligjöld: Þetta gjald er innheimt af kortaútgefanda (oftast bönkum, svo sem Íslandsbanka og Landsbankanum) og stendur undir kostnaði útgefenda vegna umsýslu korta sem þeir gefa út.

Þóknun færsluhirðis er iðulega föst, en hið sama á ekki við um skema- og milligjöld, og eru hin síðarnefndu gjöld óumsemjanleg. Gjöld innheimt af hálfu kortafélaga og kortaútgefenda (skema- og milligjöld) eru hvoru tveggja mismunandi og breytileg. Ástæðan fyrir því er sú að umrædd gjöld eru háð fjölmörgum breytum, líkt og:

  • Kortakerfi: Mismunandi kortakerfi kortafélaga kunna að hafa mismunandi gjöld vegna kortafærslna. Til dæmis kann kostnaður við kortagreiðslu frá viðskiptavini með VISA greiðslukort að vera annar en sá kostnaður sem fylgir kortagreiðslu frá viðskiptavini með Mastercard greiðslukort.

  • Færslur með eða án korts (posi eða netsala): Þegar viðskiptavinur greiðir á staðnum í gegnum posa með greiðslukorti sínu, er slík kortafærsla álitin vera færsla með korti eða posagreiðsla (e. card-present). Þessi tegund kortafærslna ber almennt með sér lægri kostnað samanborið við viðskipti á netinu, þ.e. færslur án korts eða netsala (e. card-not-present), þar sem fyrrnefndu kortafærslurnar leiða almennt af sér minni hættu á svikum.

  • Kreditkort vs. debetkort: Þegar korthafar nota kreditkort eru gjöldin sem kortaútgefendur innheimta (milligjöld) almennt hærri en þegar greitt er með debetkortum. Ástæðan fyrir því er sú að almennt leiða viðskipti með kreditkort af sér aukna áhættu samanborið við debetkort.

  • Seljendategund (MCC, e. merchant category code): Þetta er fjögurra stafa talnaröð (kóði) sem notuð er til að auðkenna tegund viðskipta sem seljandi stundar og kann að hafa áhrif á þau gjöld sem þér ber að greiða vegna kortagreiðslna.

  • Neytendakort vs. fyrirtækjakort: Þegar korthafar nota fyrirtækjakort eru gjöldin sem kortaútgefendur innheimta almennt hærri en þegar greitt er með neytendakortum.

  • Staðsetning færslu: Þegar korthafar greiða með greiðslukorti sem útgefið er af kortaútgefanda í sama landi og seljandi er staðsettur (staðbundnar færslur) bera slíkar kortafærslur almennt lægri gjöld en þegar korthafar nota greiðslukort útgefið af kortaútgefanda í öðru landi en þar sem seljandi er staðsettur (færslur yfir landamæri).

Með því að velja óblönduð þjónustugjöld færð þú nákvæma framsetningu á þeim gjöldum sem eiga við þegar þú tekur við kortagreiðslum. Þannig færðu nánari yfirsýn yfir hvert og eitt gjald sem fellur til og gætir því séð gjöld á uppgjörum þínum sveiflast til.

Til að hjálpa þér að skilja er hér að neðan sýnishorn af óblönduðum þjónustugjöldum*:


*Vinsamlegast athugaðu að tölurnar í sýnishorninu eru aðeins settar fram í dæmaskyni og mun eiginlegt tilboð vegna óblandaðra þjónustugjalda taka mið af mörgum mismunandi þáttum, líkt og þeim sem gerð var grein fyrir hér að ofan.

Ef þú vilt fræðast meira um óblönduð þjónustugjöld eða óska eftir tilboði skaltu hafa samband við okkur í gegnum hjalp@teya.com.

Copyright © 2024 Teya Services Ltd. Teya Iceland hf. (kt. 440686-1259) er með starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem lánafyrirtæki.

Iceland (íslenskur)

Copyright © 2024 Teya Services Ltd. Teya Iceland hf. (kt. 440686-1259) er með starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem lánafyrirtæki.

Iceland (íslenskur)

Copyright © 2024 Teya Services Ltd. Teya Iceland hf. (kt. 440686-1259) er með starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem lánafyrirtæki.

Iceland (íslenskur)