Skilmalar American Express Terms of Business
Last material update
April 22, 2024
1. Umfang þessa samnings; Skilgreiningar og almennir fyrirvarar
a) Þetta skjal, meðfylgjandi viðaukar A og B, ásamt öðrum reglum og ferlum okkar (sem geta tekið breytingum) á við um söluaðila sem taka við American Express kortum og telst samningur þinn um að taka við American Express kortum á Íslandi (Samningurinn). Með því að senda okkur færslur á grundvelli þessa samnings, veitirðu samþykki við því að taka við American Express kortum í samræmi við skilmála þessa samnings hjá fyrirtækjum þínum á Íslandi og að taka við greiðslu gegn færslum hjá aðilum, sem hafa verið samþykktir af okkur, til sölu á vörum og þjónustu (að frátöldu því sem tilgreint er að neðan). Sértu ekki samþykkur skilmálum samningsins, ættir þú ekki að hefja sendingar á færslum til okkar á grundvelli samningsins og verður að láta okkur vita tafarlaust og skila öllu American Express efni til okkar.
b) Þú berð óskipta ábyrgð á skyldum fyrirtækis þíns samkvæmt þessum samningi.
c) Skilgreiningar: Reikningur þýðir tilgreindur bankareikningur þinn á Íslandi. Fyrirfram greiðslufærsla þýðir færsla þar sem vara eða þjónusta er greidd að fullu áður en þú hún er afhent korthafa. Tengdur aðili þýðir hver sá aðili sem stýrir, er stýrt af, eða er undir sameiginlegri stjórn með viðeigandi aðila, þar með talin dótturfélög. Samanlögð færsla þýðir færsla þar sem lagðar eru saman margar, litlar sölur eða endurgreiðslur (eða hvorutveggja) á korti til að mynda eina stærri færslu áður en sú færsla er send til okkar til greiðslu. American Express kort og kort þýðir hvert það kort, reikningsaðgangstæki, annað stafrænt, rafrænt eða efnislegt greiðslutæki, eða þjónustu sem stofnað er til eða er veitt af American Express Company, samstarfsaðilum þess eða leyfishöfum og sem eru á einhvern hátt merkt American Express Company eða samstarfsaðilum þess. American Express SafeKey (AESK) er tæki til að koma í veg fyrir svik, sérstaklega hannað til að fækka fölskum stafrænum pöntunum með því að nota 3-D SecureTM tæknilýsingar til að tryggja virkni í samræmi við það sem tíðkast á þessu sviði. Heimild þýðir heimild í formi heimildarkóða sem er gefinn út af okkur eða af þriðja aðila sem við kunnum að tilnefna og samþykkja. Óþörf endurgreiðsla hefur þá merkingu sem því hugtaki er gefið í viðauka A, grein 5.e.
Virkur dagur þýðir dagur sem bankar eru opnir í Reykjavík.
Korthafi er eigandi eða handhafi korts (hvort sem nafn hans er þrykkt eða á annan hátt prentað framan á kortið eða ekki) þó þannig að sé nafn þrykkt á kortið, þá er korthafinn sá eða sú sem hefur nafn sitt á kortinu.
Upplýsingar korthafa þýðir allar upplýsingar um korthafa og kortafærslur, þar með talin nöfn, heimilisföng, reikningsnúmer, og öryggisnúmer korts (CID).
Kortalaus færsla þýðir færsla þar sem kortið var ekki sýnt þegar viðskiptin áttu sér stað (t.d. færsla með pósti, síma, um internetið eða stafrænt (þar með talin viðskipti með stafrænut veski (Digital Wallet Application)).
Færsla þýðir greiðsla eða kaup framkvæmd með korti.
Endurgreiðsla (stundum kölluð „endurkrafa‟ í skjölum okkar), notuð sem sögn, á við um rétt okkar til að:
i. fá endurgreidda frá þér færslu sem við höfum greitt til þín en áskilið rétt til að endurkrefja um, eða
ii. hætta við færslu sem við höfum ekki greitt til þín; notuð sem nafnorð þýðir hún upphæð færslunnar sem endurkrefja má um eða hætta við.
iii. Færslugögn hefur þá merkingu sem hugtakinu er gefið í viðauka A, grein 1.a.
Kvittun þýðir skráning á færslu sem fullnægir kröfum okkar (sjá viðauka A, grein 1.a(i)).
Snjallkort þýðir kort með minnisflögu sem geymir gögn (þar á meðal upplýsingar um korthafa), sem kortalesari getur lesið af til að auðvelda vinnslu færslunnar.
Auðkenning korthafa með snjalltæki (CDCVM) þýðir aðferð til þess að staðreyna skilríki korthafa með notkun snjalltækis sem nýtur viðurkenningar American Express.
Stjórnandi er einstaklingur sem hefur yfirumsjón með rekstri fyrirtækisins (eða öðrum sjálfstæðum lögaðila), til dæmis framkvæmdastjóri eða annar sem gegnir sambærilegri stöðu.
Snertifrjáls tækni þýðir tækni sem gerir kleift að flytja færslugögn frá flögu eða snjalltæki til posa án nokkurrar snertingar, þegar persónuleg færsla á sér stað.
Tilgreindir aðilar þýðir starfsfólk þitt, fulltrúar, verktakar, færsluhirðar,þeir sem bjóða greiðsluvinnslulausnir með þínum búnaði eða kerfum, og allir aðrir aðilar sem þú veitir aðgang að korthafaupplýsingum á grundvelli þessa samnings.
Endurgreiðslufjárhæð þýðir fjárhæð færslunnar sem þú endurgreiðir til korthafa fyrir kaup eða greiðslur sem fóru fram með korti.
Endurgreiðsluskráning þýðir skráning á endurgreiðslu sem fullnægir kröfum okkar (sjá viðauka A, grein 1.a(iii)). Sjálfsafgreiðslustöð þýðir mannlaus sölustaður (t.d. við bensíndælur eða sjálfsala).
Frestuð færsla þýðir stök kaup sem þú verður að útbúa og senda tvo aðskilda reikninga fyrir. Fyrri reikningurinn er vegna tryggingargreiðslu eða innborgunar og sá síðari fyrir því sem út af stendur.
Stafræn viðskipti fara fram þegar vörur eða þjónusta eru pöntuð á netinu eða stafrænt og afhent stafrænt (t.d. myndir, smáforrit eða niðurhal á hugbúnaði).
Stafræn pöntun fer fram þegar kortaviðskiptaupplýsingar eru skráðar á vefsíðu, um internetið, tölvupóst, intranet, extranet eða annað stafrænt net til að greiða fyrir vörur eða þjónustu. Viðskipti með stafrænu veski þýðir viðskipti sem voru hafin með stafrænu veski með því að nota vafra eða kaupforrit í snjalltæki en ekki með snertifrjálsri tækni.
Snertifrjáls viðskipti með stafrænu veski þýðir viðskipti sem voru hafin með stafrænu veski í snjalltæki í gegnum snertifrjálsa tækni við snertifrjálsan endabúnað.
Greiðsla með stafrænu veski þýðir færsla með stafrænu veski sem var hafin snertifrjálst eða með smáforriti fyrir stafrænt veski, sem er rekið af þriðja aðila veskisveitanda viðurkenndum af American Express, og er á snjalltæki.
Tilskipun þýðir tilskipun 2007/64/EC frá Evrópuþinginu og ráðinu frá 13. nóvember 2007 um greiðsluþjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu og hverskyns breytingar sem á henni kunna að verða.
Afsláttur þýðir gjald sem við rukkum fyrir að taka á móti kortinu, að upphæð sem er:
i. hlutfall tilgreint sem brot af hundraði (prósentur) af nafnvirði færslunnar (afsláttarhlutfall);
ii. föst greiðsla vegna hverra viðskipta;
iii. árgjald; eða
iv. einhver blanda af (i) til (iii).
Ágreiningsfærsla þýðir færsla (eða hluti hennar) sem ágreiningur er um eða kvartað hefur verið yfir.
Fyrirtæki þýðir aðsetur þitt og samstarfsaðila þinna, eða verslun, lagersölur, vefsíður, stafrænir miðlar og allir aðrir sölustaðir fyrir vörur og þjónustu, sama hvaða söluaðferð er notuð, þar með taldar aðferðir sem þú gætir notað í framtíðinni Fyrirtækisnúmer er sérstakt númer sem við gefum hverju fyrirtæki. Ef þú átt fleiri en eitt fyrirtæki, gætum við gefið hverju fyrirtæki sitt númer.
Persónuleg færsla þýðir færsla þar sem að sjálft kortið, eða snjalltækið ef um er að ræða snertifrjáls viðskipti með stafrænu veski, er sýnt á sölustaðnum, þar með taldar færslur sem eru gerðar á sjálfsafgreiðslustöðvum.
Innlendur gjaldmiðill þýðir gjaldmiðill landsins þar sem færslan átti sér stað eða stofnað var til inneignar.
Merki þýðir nöfn, tákn, lén, þjónustumerki, vörumerki, vöruheiti, slagorð eða aðrar merkingar sem notið geta eignarréttarverndar.
Þjónustuaðili þýðir aðili sem hefur stofnað til þjónustusamnings við þig.
Þjónustusamningur þýðir hvers kyns útfærsla á milli þín og annars þjónustuaðila um viðtöku og/eða vinnslu á öðrum greiðslubúnaði.
Snjalltæki þýðir raftæki sem American Express viðurkennir og nota má til greiðslu með stafrænu veski. Undir þetta falla, án þess að tæmandi sé talið, farsímar, spjaldtölvur og tæki sem hægt er að bera á sér.
Annar samningur þýðir sérhver samningur annar en þessi samningur á milli (i) þín eða einhverra af samstarfsaðilum þínum og (ii) okkar eða einhverra af okkar samstarfsaðilum.
Aðrar greiðsluafurðir á ekki við um kort og þýðir allar aðrar færslur, kredit, debet, debet með greiðslufresti, inneignarkort eða önnur greiðslukort eða tæki sem hafa aðgang að reikningi, ásamt öllum öðrum greiðslutækjum eða þjónustu.
Fyrirframgreitt kort þýðir kort sem er merkt eða auðkennt sem „fyrirframgreitt‟ eða auðkennt á annan hátt sem við gætum tilkynnt þér um.
Kortanúmer (PAN) þýðir talnaruna sem er notuð til að auðkenna samband við viðskiptavin. Númerið auðkennir bæði kortaútgefandann og korthafann.
Færsluhirðir þýðir ótengdur milliliður sem þú hefur ráðið og við höfum samþykkt að megi fá heimildir frá okkur og senda færslur og endurgreiðslu til okkar.
PSR þýðir reglugerð um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum (e: Payment Service Regulations 2009 (SI 2009/209)), eins og þau voru innleidd með lögum 90/1999, um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum, með síðari breytingum og með lögum um greiðsluþjónustu nr. 120/2011.
Kyrrsetning hefur merkinguna sem henni er gefin í grein 7.a.
Rétthafi þýðir einstaklingur eða lögaðili sem getur gert lögvarða kröfu um höfundarrétt, vörumerki eða önnur hugverkaréttindi.
Undirritari er sá sem skrifar undir þennan samning fyrir þína hönd.
Tæknilýsingar á við um kröfurnar sem gerðar eru til tengingar við American Express netið og vinnslu á rafrænum viðskiptum, þar á meðal um samþykki og setja fram færslur, en þær má finna annað hvort á: http://www.americanexpress.com/merchantspecs eða með því að senda okkur beiðni.
Jafngildisnúmer þýðir staðgengilsnúmer sem kemur í staðinn fyrir PAN-númerið.
Við, okkar, og okkur þýðir American Express Payments Europe S.L, félag skráð á Spáni (skattnúmer B88021431) með skráð heimili að Avenida Partenón 12-14, 28042 Madrid, Spáni.
Þú og þinn þýðir fyrirtækið, félagið eða einkafirmað eða hvern þann lögaðila lögaðila sem tekur við kortum á grundvelli þessa samnings, ásamt samstarfsaðilum sem stunda viðskipti í sömu grein.
Önnur skilgreind hugtök eru skáletruð í meginmáli samningsins og gilda fyrir hann allan, ekki aðeins þá kafla þar sem þau birtast.
d) Þér ber að láta okkur í té lista af samstarfsaðilum þínum sem stunda viðskipti á sama sviði og þú og sem taka við kortinu á grundvelli þessa samnings, og tilkynna okkur strax ef nokkrar breytingar verða á þeim lista. Þú berð ábyrgð á því að allir þessir samstarfsaðilar hlíti skilmálum þessa samnings og þú staðfestir að þú hafir heimild til þess að samþykkja þessa skilmála fyrir þeirra hönd.
e) Þessi samningur á aðeins við um þig og samstarfsaðila þína. Þú mátt ekki afla samþykkis, senda inn færslur eða greiðslur eða taka við greiðslum fyrir hönd nokkurs annars aðila.
2. Viðtaka kortsins
a) Með því að skrifa undir þennan samning samþykkir þú að taka við American Express kortum sem greiðslu fyrir vöru og þjónustu sem fyrirtæki þitt selur á Íslandi og samþykkir að selja korthafanum slíka vörur og veita þjónustuna. Einnig samþykkirðu að hugtökin „færsla‟ og „greiðsla‟ í tengslum við kort hafi sömu merkingu í þessum samningi.
b) Þegar þú miðlar því til viðskiptavina hvaða greiðslumöguleika séu fyrir hendi, ber þér að taka fram að þú takir við American Express kortum og hafa merki okkar til sýnis í samræmi við leiðbeiningar okkar þar um.
c) Þér er aldrei heimilt að:
i. gagnrýna eða tala illa um kortið, þjónustu okkar eða afurðir sem við bjóðum upp á;
ii. taka þátt í markaðssetningu, kynningum eða annarri starfsemi sem kastar rýrð á fyrirtæki okkar eða vörumerki;
iii. krefjast þess að korthafar fyrirgeri rétti sínum til að gera athugasemdir við færslu, sem skilyrði fyrir því að taka við kortinu; eða iv. krefjast þess að korthafar veiti persónuupplýsingar sem skilyrði fyrir því að taka við kortinu.
d) Þér er ekki heimilt að taka við kortinu sem greiðslu á:
i. skaðabótum, tapi, sektum eða viðurlögum af nokkru tagi;
ii. kostnaði eða gjöldum umfram venjulegt verð á vöru þinni eða þjónustu (að viðbættum viðeigandi sköttum) eða færslum sem korthafar hafa ekki samþykkt sérstaklega;
iii. vanskilum eða kostnaði vegna innistæðulausra ávísana eða ávísana, sem mælt er fyrir um að ekki skuli innleysa;
iv. þjónustu vegna fjárhættuspila (þ.m.t. fjárhættuspil á netinu), spilapeninga, skuld vegna fjárhættuspils eða lottómiða;
v. klámefni seldu með stafrænum viðskiptum;
vi. reiðufé;
vii. sölu frá þriðja aðila eða aðilum sem stunda viðskipti utan þíns sviðs;
viii. greiðslum sem endurspegla ekki eiginlega sölu á vöru eða þjónustu hjá fyrirtæki þínu (t.d. kaup gerð af eigendum þínum (eða fjölskyldumeðlimum þeirra) eða starfsfólki í því skyni að laga fjárstreymi).
ix. fyrir ólögleg viðskipti, eða vörur eða þjónustu sem ólöglegt er að bjóða samkvæmt lögum sem taka til okkar, þín eða korthafans (t.d. ólögleg sala lyfseðilsskyldra lyfja á netinu; sala á vörum sem brjóta á betri rétti annars); eða
x. annað það, sem við kunnum að upplýsa þig um.
e) Þú fellst á að tilkynna okkur tafarlaust ef posi tekur ekki lengur við korti eða getur ekki lengur unnið rétt úr kortinu.
3. Færslum og endurgreiðslum komið til okkar
a) Öll viðskipti eiga að fara fram í innlendum gjaldmiðli, og allar færslur og endurgreiðslufjárhæðir verða að vera í honum, nema samið sé um annað skriflega, eða innlend lög eða reglugerðir um gjaldeyriseftirlit bjóði annað. Þér ber að senda okkur allar færslur innan sjö (7) daga frá því að til þeirra var stofnað, þó má ekki senda færslur fyrr en varan hefur verið send korthafa eða honum veitt þjónustan. Frá þeim tíma ber að senda færslur innan sjö (7) daga. Innborgunarhluti frestaðrar færslu og allar fyrirframgreiðslufærslur má senda áður en vörurnar eru sendar eða þjónustan veitt, með fyrirvara um skilyrði í greinum 1.k og 1.l í viðauka A.
b) Þér ber að útbúa endurgreiðsluskýrslu og senda endurgreiðslufjárhæðir til okkar innan sjö (7) daga frá því fyrir liggur að endurgreiðsla þurfi að eiga sér stað. Þú mátt ekki stofna til endurgreiðslu nema samsvarandi færsla hafi áður átt sér stað. Við munum draga frá greiðslu okkar til þín fjárhæð sem svarar til endurgreiðslufjárhæðarinnar, að frádregnum viðeigandi afslætti (eða frá reikningi þínum ef þú hefur veitt okkur skuldfærsluheimildi). Sé sá kostur ekki tækur, ber þér að greiða okkur svo skjótt sem þú færð beiðni okkar um greiðslu endurgreiðslufjárhæðarinnar. Þér ber að senda allar færslur og endurgreiðslufjárhæðir undir fyrirtækisnúmeri þess fyrirtækis þar sem færslan eða endurgreiðslan átti sér stað.
c) Þér ber að senda endurgreiðslur á kortareikninginn sem var notaður til að upphaflegu viðskiptanna, nema þau hafi farið fram með fyrirframgreiddu korti sem viðskiptavinurinn getur ekki lengur notað, eða um sé að ræða endurgreiðslufjárhæð vegna gjafar sem skilað er af öðrum en korthafanum. Við þær kringumstæður er þér heimilt að beita eigin skilareglum. Færslur og endurgreiðslufjárhæðir teljast samþykktar þann dag sem þær eru afgreiddar af okkur, eigi sú afgreiðsla sér stað fyrir lok tímamarka fyrir afgreiðslu færslna og afslátta viðkomandi dag.
d) Þér er því aðeins heimilt að endurgreiða korthöfum í reiðufé fyrir vörur eða þjónustu sem þeir keyptu með kortinu, að lög krefjist þess.
e) Þér er ekki heimilt að senda inn færslur án þess að tilgreina nákvæma heildarfjárhæð þegar korthafi samþykkir viðskiptin. Gerir þú þetta engu að síður, og sé kortið gefið út innan Evrópska Efnahagssvæðisins, höfum við endurgreiðslurétt á heildarupphæð færslunnar í hundrað og tuttugu (120) daga frá dagsetningu færslusendingarinnar, og eftir það fyrir þeim hluta færslunnar sem ágreiningur er um (allt að heildarfjárhæðinni). Ef korthafinn samþykkir breytta endurgreiðslufjárhæð er okkur leyfilegt að nýta okkur endurgreiðslurétt okkar í samræmi við það. Korthafi má veita samþykki (t.d. með því að slá inn gilt PIN-númer eða skrifa undir kvittun er þú fylgir ferlinu sem er lýst fyrir persónulega færslu í Skrá A).Það sem hér er tilgreint hefur ekki áhrif á almennan rétt okkar til endurgreiðslna.
4. Afsláttur og önnur gjöld
Upphaflegi afslátturinn er sá sem við tilkynntum þér skriflega að hann væri. Sé vísað til afsláttarhlutfalls án frekari útskýringa, skal það hlutfall vera sett á heildarupphæð færslunnar, þar með taldir skattar eða gjöld, eftir því sem við kann að eiga. Okkur er heimilt að breyta afslætti, breyta fjárhæð þess sem þú ert krafinn um á grundvelli samningsins og innheimta önnur gjöld af þér, að því gefnu að við upplýsum þig um það fyrirfram. Aukagjöld eru lögð á færslur sem eru ekki sendar rafrænt. Við áskiljum okkur rétt til þess að tilkynna þér skriflega að krafið verði um viðbótargjald vegna færslna, sem ekki hefur verið aflað heimildar fyrir. Okkur er heimilt að krefja um mismunandi afslátt fyrir færslur sem voru sendar af fyrirtækjum þínum sem starfa á mismunandi sviðum, og þér ber að nota þau fyrirtækisnúmer sem fyrirtækjum þínum hefur verið úthlutað við vinnslu færslna. Við munum upplýsa þig um mismunandi afslátt sem þú ert krafinn um. Kjósir þú að fá yfirlit á pappír, er okkur heimilt að krefja um gjald fyrir það og gera á því breytingar. Okkur er heimilt að innheimta gjald fyrir öll bein debet eða bein kreditviðskipti sem hefur verið hafnað eða fyrir greiðslur sem koma of seint. Þú verður upplýstur um upphæð þessa gjalds fyrirfram
5. Greiðsla fyrir færslur
a) Við munum greiða þér fyrir færslur samkvæmt þessum samningi. Greiðslur verða samkvæmt greiðsluáætlun þinni í innlendum gjaldmiðli fyrir nafnvirði þeirra færslna sem þú sendir frá fyrirtækjum þínum á Íslandi, að frádregnum;
i. öllum afsláttum;
ii. öðrum þeim gjöldum eða fjárhæðum sem þér ber að greiða okkur eða samstarfsaðilum okkar samkvæmt samningum eða öðru fyrirkomulagi sem við á;
iii. fjárhæðum sem við eigum endurgreiðslurétt á; og
iv. heildarfjárhæð þeirra endurgreiðslna sem þú sendir að frádregnum viðeigandi afslætti. Meginreglan er að greiðsluáætlun þín sé fimm (5) virkir dagar frá móttöku okkar á öllum viðeigandi færslugögnum. Annarskonar greiðsluáætlun kann þó að vera í boði. Þér er óheimilt að taka á móti greiðslu til eða fyrir hönd þriðja aðila.
b) VIÐ MUNUM UPPLÝSA ÞIG UM FÆRSLUR ÞÍNAR OG ENDURGREIÐSLUFJÁRHÆÐIR, ÞAR MEÐ TALINN AFSLÁTTINN OG ÖLL ÖNNUR GJÖLD EÐA GREIDDAR FJÁRHÆÐIR EKKI SJALDNAR EN MÁNAÐARLEGA. ÞÓ ER FALLIST Á AÐ UPPLÝSINGARNAR Í GR 5.A (I) OG (II) SÉU Á SAMANTEKNU FORMI. Þrátt fyrir að gjöld séu ekki greidd á milli færsluhirða og útgefanda hjá American Express, í þeim tilvikum að viðskipti eru lögvernduð í samræmi við reglugerð (EU) 2015/751, mun American Express Network ekki greiða hreinar bætur til kortaútgefanda fyrir meira en 0,3% fyrir kredit- og færslukort eða 0,2% fyrir debet- og fyrirframgreidd kort.
c) Þér ber að tilkynna okkur skriflega um allar villur í tengslum við afslátt gagnvart þér, önnur gjöld eða greiðslur fyrir færslur eða endurgreiðsluupphæðir innan níutíu (90) daga frá dagsetningu þeirrar yfirlýsingar sem um ræðir eða önnur afstemmingargögn sem við veitum og innihalda þannig villur, annars lítum við svo á að afstemmingargögnin sem við eiga séu ótvírætt uppgerð að fullu og fjárhæðir í þeim réttar.
d) Komumst við að því að við höfum sent þér greiðslur fyrir mistök, er okkur heimilt að draga slíkar greiðslur frá framtíðargreiðslum til þín, skuldfæra reikninginn þinn (hafir þú undirritað skuldfærsluheimild) eða senda þér reikning fyrir þeim greiðslum. Fáir þú frá okkur greiðslur sem þér bera ekki samkvæmt samningnum, ber þér að upplýsa okkur tafarlaust um það (með því að hringja í þjónustuver okkar) og láta færsluhirði þinn vita og skila greiðslunni aftur til okkar eins fljótt og auðið er. Hvort sem þú lætur okkur vita eða ekki, höfum við rétt á að halda eftir framtíðargreiðslum til þín eða draga af reikningi þínum þar til við höfum fengið uppgerða greiðsluna, sem innt var af hendi fyrir mistök. Okkur ber engin skylda til að greiða nokkrum aðila öðrum en þér samkvæmt þessum samningi.
e) Þegar þú tekur við kortinu sem greiðslu fyrir vörur þínar og þjónustu máttu ekki leggja fram annan reikning eða reyna á annan hátt að innheimta greiðslu frá korthafa fyrir kaup sem voru gerð með kortinu nema við höfum nýtt okkur endurgreiðslurétt okkar fyrir þannig færslu, þú hafir að fullu endurgreitt okkur þá fjárhæð sem við höfum greitt þér fyrir þannig færslu, og þú hefur að öðru leyti heimild til þess að krefja korthafann um greiðslu.
f) Ef þú vilt fá færslur greiddar í öðrum gjaldmiðli en innlendum gjaldmiðli, þarf að hafa samið um það fyrirfram og er hægt að leyfa það eingöngu eftir okkar ákvörðun í undantekningartilfellum og að því gefnu að samrýmist lögum um gjaldeyrismál nr. 87/1992.
6. Endurgreiðsla
a) Við höfum endurgreiðslurétt á öllum færslum:
i. þegar korthafi tilkynnir færslu, eins og lýst er í viðauka A, grein 5, eða hefur heimild að lögum til að halda eftir greiðslu;
ii. feli færslan í sér fjársvik eða ásökun um slíkt komi fram;
iii. ef þú hlítir ekki þessum samningi (þ.m.t. með því láta fyrir farast að fá heimild eða samþykki frá korthafa eða sleppa færslugögnum úr færslusendingum), án tillits til þess hvort við hefðum verið upplýstir um að slíka heimild eða samþykki skorti þegar greiðslan til þín var innt af hendi; eða
iv. í samræmi við það sem lýst er annars staðar í þessum samningi. Ef endurgreiðsla á sér stað, munum við ekki endurgreiða afsláttinn eða nokkur önnur gjöld, eða þá munum við endurheimta slíkar fjárhæðir frá þér.
b) Okkur er heimilt að nýta endurgreiðslurétt okkar með því að draga frá, halda eftir, endurheimta, eða skuldajafna gagnvart greiðslum okkar til þín (eða draga frá reikningi þinum, ef þú undirritað skuldfærsluheimild), eða við upplýsum þig um skyldu þína til að greiða okkur, sem þú verður að inna af hendi tafarlaust og að fullu. Við glötum ekki endurgreiðslurétti okkar með því að krefjast ekki greiðslu eða draga hana frá.
7. Verndaraðgerðir - Varasjóðsmyndun
a) Þrátt fyrir ákvæði í samningi þessum sem benda kunna til annars, er okkur heimilt, að taka yfirvegaða ákvörðun um nauðsynlegt sé að halda eftir og skuldajafna fjárhæðum gagnvart greiðslum sem við myndum annars greiða þér samkvæmt þessum samningi eða krefjast þess að þú veitir okkur aukna tryggingu fyrir virkum eða mögulegum skuldbindingum þínum eða samstarfsaðila þinna gagnvart okkur, þar á meðal öllum virkum eða mögulegum skuldbindingum þínar eða samstarfsaðila þinna gagnvart okkur samkvæmt þessum samningi eða nokkrum öðrum samningi. Greiðslur sem þannig er haldið eftir kallast varasjóður.
b) Það sem kallað gæti á stofnun varasjóðs gæti meðal annars verið:
i. að þú leggir starfsemi þína að stórum hluta af eða á henni verði breytingar sem fela í sér verri afkomu. Slíkt ber að tilkynna okkur tafarlaust.
ii. að þú seljir eignir þínar eða meginhluta þeirra eða ef einhver, sem ekki á fjórðungshlut í fyrirtæki þínu þegar samningurinn er gerður, eignist í því fjórðungshlut eða meira hvort heldur er við kaup á hlut á því eða, t.d., með útgáfu nýs hlutafjár og hvort heldur er með einum viðskiptum eða fleiri viðskiptum samanlögðum. Tilkynna ber okkur tafarlaust um slíkar breytingar;
iii. að fyrirtæki þitt verði fyrir verulegum skakkaföllum;
iv. að þú verðir gjaldþrota, sem ber þér að tilkynna okkur tafarlaust;
v. að okkur berist óeðlilegur fjöldi ágreiningsfærslna (hvort heldur er að fjárhæð eða fjölda færslna) frá þér eða fyrirtækjum sem þú ferð fyrir;
vi. að við höfum réttmætan grun um að korthafi hafi ekki veitt heimild fyrir færslu;
vii. að við höfum réttmætan grun um að þú getir ekki staðið við skyldur þínar samkvæmt þessum samningi, öðrum samningum eða skuldbindingum þínum gagnvart korthöfum.
viii. hverskyns aðgerðir þjónustuaðila, eða aðgerðir sem gripið er til sjálfkrafa samkvæmt samningi við þjónustuaðila, sem er ætlað að draga úr hættu á tapi samkvæmt eiginlegum samningi við þjónustuaðila. Slíkt ber að tilkynna okkur tafarlaust; eða
ix. ef þú lætur okkur ekki fá upplýsingar sem við höfum lagt fram sanngjarna beiðni um.
c) Verði einhver atvik til þess að við teljum þörf á stofnun varasjóðs, er okkur heimilt:
i. að stofna varasjóð.
ii. krefjast þess að þú hættir að taka á móti færslum tafarlaust eftir móttöku á tilkynningu frá okkur. Við munum ekki greiða þér færslur sem eiga sér stað að móttekinni slíkri tilkynningu;
iii. gera aðrar réttmætar ráðstafanir til að verja réttindi okkar og réttindi samstarfsaðila okkar, þ.m.t. með breytingum á hraða eða aðferð við greiðslu fyrir færslur, nýtingu á endurgreiðslurétti okkar, eða með því að krefja þig um gjöld fyrir ágreiningsfærslur; og/eða
iv. senda þér uppsögn sem tekur gildi við móttöku.
d) Okkur er heimilt, hvenær sem er, að auka við kröfur til varasjóðsins, en þó ekki gera kröfu um að hann sé stærri en réttmætt getur talist til þess að tryggja okkur gegn fjárhagslegri áhættu sem stafar af samningnum (þ.m.t. vegna færslna sem þú hefur sent okkur fyrir vöru eða þjónustu sem korthafi hefur ekki enn móttekið), eða okkur og samstarfsaðila okkar samkvæmt öðrum samningum, eða til verndar korthafa. Þér ber ekki réttur til neins af varasjóðnum fyrr en öllum skuldbindingum þínum hefur verið fullnægt að réttmætu mati okkar.
e) Okkur er heimilt ganga í varasjóðinn til þess að efna allar fjárhagslegar skuldbindingar þínar sem í vanskilum eru gagnvart okkur og samstarfsaðilum okkar samkvæmt þessum samningi eða öðrum samningum.
f) Þér ber, að fenginni beiðni þar um, að veita okkur tafarlaust upplýsingar um fjárhag þinn og rekstur, þar á meðal afrit síðustu ársreikninga.
g) Sé það sem þú átt hjá okkur minna en það sem við eigum hjá þér samkvæmt þessum samningi, eigum við rétt á:
i. að krefjast tafarlausrar greiðslu þeirrar fjárhæðar, sem bera skal dráttarvexti frá móttöku tilkynningar um skuldina;
ii. að skuldfæra á reikning þinn (ef þú hefur skrifað undir skuldfærsluheimild);
iii. að senda skuldina til innheimtu hjá innheimtufyrirtæki eða lögmannsstofu og krefja þig um þann kostnað sem af hlýst, í samræmi við heimildir þar til; og/eða
iv. ef skuldin er ekki greidd til okkar tafarlaust samkvæmt (i) eða (ii) hér að framan, eða í tilfelli (iii) hér að framan, að senda þér tilkynningu um uppsögn samningsins, sem tekur gildi við móttöku.
8. Verklagsreglur og verkferlar
Ákvæðin í viðauka A eiga við um þig, og þér er skylt að fara eftir þeim verklagsreglum og verkferlum sem þar er lýst.
9. Sérskilmálar fyrir tiltekin svið rekstrar
Ákvæðin í viðauka B eiga við um þig og þér er skylt að fara eftir þeim ákvæðum sem þar er að finna, falli rekstur þinn undir þau svið sem þar er lýst.
10. Skaðleysi og takmörkun ábyrgðar
a) Þér ber að halda okkur, samstarfsaðilum okkar eða þeim er kunna að taka við þeim réttindum sem við nú njótum, skaðlausum af hvers kyns tjóni, ábyrgðum sektum eða kostnaði ( hverskyns lögfræðikostnaði, kostnaði við að upplýsa mál og við gerðardóm, ef við á, eða hverjum þeim öðrum kostnaði og kostnaði við að upplýsa mál sem kann að leiða af því að þú brýtur þennan samning eða vanefnir á einhvern hátt skyldur sem þú hefur undirgengist á grundvelli hans. Hið sama á við um tjón vegna vanrækslu á þjónustu við korthafa, eða galla á vöru eða þjónustu, sem þú selur korthafa eða hverskyns öðrum brotum á samningnum, lögum eða reglum, sem þú eða þeir sem á þína ábyrgð eru bera ábyrgð á.
b) Með þeim fyrirvara að engin ákvæði í lið 10.a skuli útilokast eða takmarkast af þessari grein, skal hvorugur aðila, samstarfsaðilar þeirra, eða þeir sem réttindi kunna frá þeim að leiða undir nokkrum kringumstæðum (að frátöldum ábyrgðartakmörkunum sem ekki eiga við og tilgreindar eru í niðurlagi þessarar greinar) bera ábyrgð gagnvart hinum aðilanum á tjóni, eða kostnaði af nokkru tagi (hvort heldur er á grundvelli samnings, sakar, hlutlægrar ábyrgðar, laga, eða hvers kyns stjórnvaldsfyrirmæla) á grundvelli þessa samnings eða í tengslum við hann jafnvel þótt gerð hafi verið grein fyrir mögulegri áhættu, en þetta tekur til:
i. glataðs ávinnings, glataðra tækifæra, ætlaðs sparnaðar, glataðra tekna eða viðskipta, hvort heldur er beint, óbeint eða afleitt, að frátöldum samningsbundum greiðslum eða samningsbundnum afsláttum sem öðrum aðila samningsins ber frá hinum, eða korthafa ber eða ber að greiða, en engar slíkar skuldbindingar takmarkast eða útilokast á grundvelli þessarar greinar 10.b;
ii. Hvorugur ber ábyrgð gagnvart hinum vegna tjóns sem hlýst af töfum eða vandamálum í samskiptum sem rekja má til fjarskiptafyrirtækis eða bankakerfis, sem mun þó ekki skerða rétt okkar til stofnunar varasjóðs eða til þess að nýta endurgreiðslurétt. Þessi gr. 10.b felur ekki í sér ábyrgðartakmörkun vegna slyss á mönum eða dauðsfalls, sem rekja má til vanrækslu annars hvors aðila eða manna sem þeir bera ábyrgð á, vegna svika eða að svo miklu leyti sem lög takmarka heimild til slíkrar ábyrgðartakmörkunar
11. Eignarréttur og heimil notkun
a) Hvorugur aðili hefur nokkurn rétt til merkja hins og má ekki nota þau á nokkurn hátt, án undangengins samþykkis, nema sérstaklega sé kveðið á um annað í samningnum.
b) Þú fellst á að okkur og samstarfsaðilum okkar sé heimilt að tilgreina þig og fyrirtæki sem þú ferð fyrir og veita um þau helstu upplýsingar, svo sem heimilisfang, vefsíðu og annað sambærilegt í gögnum sem innihalda upplýsingar um hverjir taki við kortunum. Slík gögn eru gefin út eftir því sem henta þykir.
12. Trúnaður
a) Hverskyns upplýsingar um korthafa eru bundnar trúnaði og alfarið okkar eign. Þér er ekki heimilt að veita upplýsingar um korthafa, né heldur nota þær til annars en að greiða fyrir kortaviðskiptum í samræmi við þennan samning, sé annað ekki sérstaklega tekið fram.
b) Það er á þína ábyrgð að tryggja öryggi korthafaupplýsinga í samræmi við viðeigandi lög og gagnaöryggisstefnu okkar (sjá viðauka A, grein 6).
13. Gildistími og uppsögn
a) Samningurinn tekur gildi daginn sem:
i. fyrsta móttaka þín á korti eftir viðtöku samningsins á sér stað, eða þú staðfestir að þú teljir þig bundinn af samningnum með því að senda okkur færslur á grundvelli hans; eða
ii. við samþykkjum umsókn þína um heimild til viðtöku korta, hvort heldur gerist fyrst. Samningurinn helst í gildi nema honum sé sagt upp skriflega af öðrum hvorum aðila með minnst eitt hundrað og áttatíu (180) daga fyrirvara, eða hann fellur úr gildi á annan hátt í samræmi við ákvæði sem í honum er að finna.
b) Sendir þú ekki færslu í tólf (12) mánuði samfleytt er okkur heimilt að (i) líta svo á að í því felist tilboð frá þér um uppsögn samningsins, sem okkur er heimilt að fallast á með því annað hvort að girða tæknilega fyrir aðgang þinn að þjónustu okkar eða fella niður aðgang þinn að þjónustu á grundvelli þessa samnings. Við áskiljum okkur rétti til þess að upplýsa posaþjónustuaðila þinn um uppsögnina. Slíkt uppsagnartilboð girðir ekki fyrir notkun annarra heimilda sem þú kannt að hafa til uppsagnar á grundvelli samningsins. Hafir þú ekki sent inn færslu í tólf (12) mánuði samfleytt en viljir engu að síður halda áfram rétti til að taka við kortinu, ber þér að hafa samband við okkur til að ákvarða stöðu reiknings þíns og (i) höfum við sagt upp samningnum, skrifa undir nýjan samning við okkur, eða (ii) ef við höfum lokað á aðgang þinn að þjónustu okkar, fara fram á að hann verði veittur að nýju. Án þessa getur orðið töf á greiðslum okkar til þín.
c) Með fyrirvara um rétt okkar til tafarlausrar uppsagnar skv. gr. 7, þessari gr. 13 eða gr. 15 eða annars réttar sem við kunnum að eiga til uppsagnar, gerist annar aðilinn sekur um alvarlegt brot á skuldbindingum sínum skv. samningnum og láti hjá líða að gera úrbætur þar á innan fjórtán (14) daga frá móttöku skriflegrar tilkynningar frá gagnaðilanum, þar sem brotið er tilgreint og krafist úrbóta, þá getur sá sem brotið er á sagt samningnum tafarlaust upp með því að beina tilkynningu þar um til gagnaðila.
d) Sé samningnum sagt upp er okkur heimilt að halda eftir öllum greiðslum til þín þar til við höfum innheimt allt sem þú og samstarfsaðilar þínir skulda okkur og samstarfsaðilum okkar. Standi eitthvað út af berð þú og þeir sem kunna að taka við réttindum þínum ábyrgð á slíku og ber að greiða innan þrjátíu (30) daga frá kröfu þar um. Það sem hér hefur verið tilgreint hefur ekki áhrif á önnur úrræði til innheimtu fjárins, sem við kunnum að eiga. Þér ber einnig að fjarlægja öll sýnileg merki okkar, skila vörum okkar og tækjum tafarlaust og senda okkur allar færslur og endurgreiðslufjárhæðir sem stofnað var til fyrir uppsögnina.
e) Ákvæðin í gr. 1, 6, 7, 10, 11, 12, 13, 14, og 15 og greinum 1.i, 3.e, 5 og 6 í viðauka A halda gildi sínu eftir uppsögn samningsins, ásamt þeim öðrum ákvæðum sem það ber að gera, eðlis síns vegna. Réttur okkar til að skuldfæra reikning þinn helst einnig áfram í gildi þar til fullt uppgjör allra viðskipta gerðra á grundvelli samningsins hefur farið fram.
14. Ágreiningur
a) Um samning þennan fer að íslenskum lögum. Hvor aðili um sig skal hafa heimild til þess að vísa hverskyns ágreiningi (eins og hann er skilgreindar að neðan) sem rísa kann af samningi þessum til gerðardóms og fá leyst úr honum í samræmi við málsmeðferðarreglur gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands sem í gildi eru þegar gerðardómurinn hefst og teljast skulu hluti þessa samnings. Gerðardómsmeðferð er þó bundin fyrirvara skv. gr. 14. d og 14.e. Þá er heimilt að vísa ágreiningi við okkur til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki.
b) Ágreiningur er hverskyns ágreiningur á milli aðila um atriði er varða samninginn, þ. á m. um gildi hans, uppsögn og hverskyns sambands hann leiðir til á milli aðila. Engu varðar hver grundvöllur krafna sem leiða til ágreinings er.
c) Vegna umkvartana eða vandamála vegna samningsins, sem tengjast réttindum og skyldum samkvæmt tilskipuninni eða lögum sem leiða hana í landsrétt, skaltu vinsamlegast hafa samband við viðskiptavinatengsladeild okkar hjá American Express Payments Europe S.L, Merchant Services, Avenida Pertanón 12-14, 28042, Madrid. d. Ekkert í gr. 14 girðir fyrir, eða tefur aðila í því að hefja eða halda áfram málsmeðferð fyrir viðeigandi dómstóli eða yfirvöldum hvenær sem er:
i. vegna bráðabirgðaráðstafana svo sem kyrrsetningar, lögbanns eða slíks, eða vegna máls þar sem lagt er fyrir aðila að framkvæma eitthvað;
ii. vegna dóms um umsamdar bætur sem enga vörn er að hafa gegn; eða
iii. til þess að girða fyrir fyrningu kröfu.
d) Grein 14.d felur ekki í sér heimild til þess að halda málaferlum áfram án þess að gætt sé ákvæða gr. 14 a.-14 c. hafi verið lagt í málaferlin í trausti þess að dómur hafi úrskurðað eða aðilar gert með sér skriflegt samkomulag um að varnaraðili megi verjast; eða eftir að stefna hefur verið gefin út og birt. e. Fjórtándu gr. er hvorki ætlað að koma í stað né kemur hún í stað hefðbundinna viðskiptahátta okkar, stefnu og ferla, þ.m.t. endurgreiðsluréttar okkar og réttar til þess að stofna varasjóð.
15. Ýmislegt
a) Ábyrgðaryfirlýsingar þínar. Þú ábyrgist að:
i. þú sért hæfur til og hafir leyfi til að stunda viðskipti þar sem þú stundar viðskipti;
ii. þér sé heimilt að standa við þær skuldbindingar sem þú undirgengst með samningnum, eigir til þess nauðsynlegar eignir og hafir þá gjaldfærni sem þarf til þess að standa við skuldbindingarnar og greiðslu skulda á gjalddaga;
iii. ekki sé nein yfirvofandi ógn, sem gæti haft veruleg neikvæð áhrif á fyrirtæki þitt eða getu þess til þess að efna skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum;.
iv. þér sé heimilt að ganga til þessa samnings fyrir eigin hönd, vegna fyrirtækja þinna eða samstarfsaðila, þ.m.t. þeirra sem tilgreindir eru í samningnum og að sá sem undirriti samninginn fyrir þína hönd hafi til þess heimild.
v. kortasamningi sem þú, félag sem rekur starfsemi þína(óháð nafnabreytingum) hafi haft við okkur hafi ekki verið sagt upp af okkur vegna vanefnda. Sama á við hafi slíkum samningi við eigendur þína eða stjórnendur verið sagt upp vegna vanskila;
vi. þér sé heimilt að koma fram fyrir hönd allra samstarfsaðila þinna sem leggja fram færslur og/eða endurgreiðslufærslur samkvæmt þessum samningi, þar á meðal sé þér heimilt að mæla fyrir um við sendum þér greiðslur vegna færslna;
vii. hvorki þú, sá sem undirritar samninginn fyrir þína hönd, eigendur þínar (sé reksturinn í höndum sjálfstæðs lögaðila) yfirmenn eða aðrir tengiliðir tilnefndir af þér til að stýra sambandi þínu við okkur séu tilgreindir á listum yfir einstaklinga sem beittir eru refsiaðgerðum vegna eigin gjörða eða tengsla við glæpsamlega starfsemi;
viii. þú hafir ekki framselt þriðja aðila neinar greiðslur sem þú átt rétt til samkvæmt þessum samningi;
ix. þú hafir veitt allar umbeðnar upplýsingar og slíkar upplýsingar séu sannar, nákvæmar og tæmandi;
x. þú hafir lesið samninginn og haldið eintaki af honum og afhent samstarfsaðilum þínum, sem er heimilt að senda færslur á grundvelli samningsins, afrit af honum;
xi. að þú sért ekki örfyrirtæki samkvæmt skilgreiningu sem er að finna í PSR. Reynist einhverjar yfirlýsinga þinna í þessari gr. 15 a. vera eða verði ósannar, ónákvæmar eða ófullnægjandi er okkur heimilt að segja samningnum upp með tilkynningu sem tekur gildi tafarlaust.
b) Löghlýðni Báðum aðilum ber að fara að öllum viðeigandi lögum og stjórnvaldsfyrirmælum.
c) Gildandi lög; varnarþing Um samning þennan fer að íslenskum lögum. Með fyrirvara um gerðardómsákvæði 14. gr. skal ágreiningur um samninginn eiga undir Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt Íslands, komi til áfrýjunar.
d) Túlkun Sé annað ekki ljóst af samhenginu á eftirfarandi við um túlkun samningsins:
i. ekki er gerður greinarmunur á eintölu og fleirtölu;
ii. notkun á „eða‟ felur ekki í sér að annað geti ekki átt við;
iii. þýðir hugtakið „þar með talið‟ að eitthvað teljist hluti heildar en einskorðist ekki við;
iv. þýðir „t.d.‟ eitthvað nefnt í dæmaskyni, en felur ekki í sér nokkra takmörkun
v. dagur er almanaksdagur; vi. þýðir vísan í samning (þar með talinn þennan samning), önnur skjöl eða gögn, slíka samninga skjöl eða gögn svo sem þeim kann að hafa verið breytt;
vii. að fyrirsagnir eru aðeins settar inn til hægðarauka varðandi vísan til samningsins.
e) Framsal Þér er ekki heimilt að framselja þennan samning eða fela hann öðrum til framkvæmdar án fyrirfram gefins skriflegs samþykkis okkar. Með skriflegri tilkynningu til þín er okkur heimilt að framselja þennan samning, í heild sinni eða að hluta, til samstarfsaðila okkar eða utanaðkomandi þjónustuaðila. Okkur er einnig heimilt að fela samstarfsaðilum okkar framkvæmd samningsins sem undirverktökum eða utanaðkomandi þjónustuaðilum eða færsluhirðum fyrir þennan samning, í heild sinni eða að hluta til, að eigin mati án þess að tilkynna þér þar um. Til að taka af allan vafa, er okkur heimilt að fela umboðsmanni, sem undirverktaka, framkvæmd allra skuldbindinga okkar samkvæmt þessum samningi.
f) Breytingar Okkur er heimilt að breyta þessum samningi hvenær sem er (þ.m.t. með því að breyta öllum ákvæðum hans, bæta við nýjum ákvæðum eða fella út eða breyta núverandi ákvæðum) með því að tilkynna þér um það með minnst þrjátíu (30) daga fyrirvara.
g) Afsal réttinda; uppsöfnuð réttindi Þótt aðilar láti hjá líða að nýta sér eða framfylgja réttindum sem þeir eiga samkvæmt þessum samningi, eða fresti því að nýta sér eða framfylgja slíkum réttindum leiðir það ekki til þess að þeir teljist almennt hafa afsalað sér slíkum réttindum. Almennt afsal réttinda samkvæmt samningnum er því aðeins gilt að það sé gefið skriflega af þeim sem afsalar sér réttindunum. Aðilum er heimilt að beita öllum tækum úrræðum vegna vanefnda.
h) Ógild ákvæði
i. Komist dómstóll eða þar til bært stjórnvald að þeirri niðurstöðu að einhver ákvæði þessa samnings, eða hluti ákvæðis, fari gegn lögum eða ekki sé hægt að fullnusta slíkt ákvæði, skal gera á slíku ákvæði þær lágmarksbreytingar sem til þarf að laga ákvæðið að lögum eða gera þannig að fullnusta megi það. Slík niðurstaða skal ekki hafa áhrif á gildi samningsins að öðru leyti.
ii. Að undangenginni tilkynningu til þín er okkur heimilt að breyta samningnum til þess að tryggja að ákvæði hans fari ekki í bága við viðeigandi ákvæði tilskipunarinnar eða lög, sem hún er innleidd með í hvaða ríki sem er á Evrópska efnahagssvæðinu.
i) Heildarsamkomulag
i. Þrátt fyrir orðalag gr. 15.1(iii) felur þessi samningur í sér heildarsamkomulag okkar varðandi þau efnisatriði er undir hann falla og gengur framar hvers kyns fyrra samkomulagi sem við kunnum að hafa gert eða samskiptum þar að lútandi.
ii. Að því marki sem auðið er, samþykkja aðilar að beita ekki eða beita á annan hátt ákvæðum tilskipunarinnar og tilsvarandi landslaga samkvæmt grein 30(1) og 51(1) í tilskipuninni þar á meðal öllum reglum í 5. hluta og öllum reglum sem vísað er til í reglugerð 51(3). (a) og (b) í PSR (lög 90/1999, með síðari breytingum).
iii. Feli þessir skilmálar í sér breytingu á fyrri skilmálum varðandi efnisatriði samningsins, eða komi í stað slíkra skilmála, mun afslátturinn og önnur gjöld og sérstakir ferlar (svo sem fullur endurkröfuréttur vegna svika), sem þér var tilkynnt um eða áttu við þig samkvæmt fyrri skilmálum, halda gildi sínu nema samið sé um annað eða þér tilkynnt um annað.
j) Notkun gagna Þessi gr. 15.j á því aðeins við að þú sért með einkafirma, með rekstur í félagi sem ekki er skráð eða í sameignarfélagi sameigenda sem eru einstaklingar, ekki lögaðilar. Að þessu gefnu, ber okkur að upplýsa um það sem hér fer á eftir. Ef þú ert fyrirtæki, eða annar lögaðili, fellstu á úrvinnslu okkar á upplýsingum um þann sem undirritar fyrir þína hönd og raunverulegan eiganda fyrirtækisins, sameignarfélagsins eða hverskyns annars aðila sem fellur undir þessa grein. Þú staðfestir að hafa upplýst þann sem undirritar fyrir þína hönd og raunverulegan eiganda um þessa skilmála og hafir aflað tilhlítandi samþykkis, eftir því sem þörf kann að krefja, til þess að heimila okkur úrvinnslu gagna í samræmi við það sem lýst er í samningnum. American Express mun og þú veitir American Express hér með samþykki þitt til að:
i. veita upplýsingar um fyrirtækið og þann sem samninginn undirritar fyrir þína hönd til fyrirtækja innan alþjóðlegrar samstæðu American Express á (sem skal taka til annarra sem gefa út kortið eða veita kortaþjónustu samkvæmt samningi um móttöku kortsins), og til okkar, birgja, úrvinnsluaðila og annarra sem þurfa, í því skyni að sjá um og þjónusta samningsbundin tengsl þín við okkur, að vinna úr og safna færslum frá fyrirtækjum þínum, ganga úr skugga um að greiðslur sem inna skal af hendi til okkar af þessum fyrirtækjum, þjónustuaðilum, birgjum, færsluhirðum og öðrum sem slíkar greiðslur kunna að eiga að inna af hendi, séu réttar, eða að hafa umsjón með hlunnindum eða ferlum sem þú gætir verið skráður sem þátttakandi í;
ii. safna, nota, vinna úr, senda og geyma upplýsingar um þig og upplýsingar um notkun kortsins hjá fyrirtæki þínu, í því skyni að búa til grunn til notkunar innan alþjóðlegrar samstæðu American Express og annarra valinna fyrirtækja svo að við eða þau fyrirtæki geti búið til eða boðið þér upp á svipaðar vörur og þjónustu sem gætu vakið áhuga þinn, með pósti eða um síma nema og þar til þú frábiður þér slíkt, og með tölvupósti eða öðrum rafrænum miðlum. Þú veitir okkur samþykki til slíks (sé þess krafist). Upplýsingarnar sem fara í grunninn geta komið úr umsókn þinni könnunum og rannsóknum (sem gætu falið í sér að haft sé samband við þig bréfleiðis, í síma, með tölvupósti eða öðrum rafrænum miðli), frá öðrum utanaðkomandi aðilum eins og kaupmönnum eða markaðssetningarfyrirtækjum og/eða með því að safna opinberum upplýsingum. Viljir þú ekki fá tilboð um tengdar vörur og/eða þjónustu eða viljirðu breyta óskum þínum, skaltu vinsamlegast uppfæra markaðsstillingar þínar á: www.americanexpress.com/merchant eða skrifa til okkar og senda til American Express Payments Europe S.L., Merchant Services, Avenida Pertenón 12-14, 28042, Madrid, Spáni, með upplýsingum um nafn fyrirtækis þíns, viðskiptaheiti þess, og American Express fyrirtækjanúmer þess;
iii. veita upplýsingar um öll fyrirtæki sem taka við kortinu til umboðsaðila eða undirverktaka hjá American Express eða öðrum aðila í þeim tilgangi að innheimta skuldir og koma í veg fyrir svik;
iv. upplýsingum um fyrirtækin og undirritunaraðila samningsins sé deilt með lánshæfismatsfyrirtækjum sem aftur er heimilt að deila þeim með öðrum stofnunum við mat á umsóknum frá fyrirtækjunum, þeim sem undirritar fyrir þína hönd og þeim sem með honum búa fyrir önnur fjármálafyrirtæki eða til að koma í veg fyrir svik eða til að rekja slóð skuldara;
v. úrvinnsla upplýsinganna er heimil í þeim tilgangi að tryggja að farið sé að lögum eða gildum stjórnvaldsfyrirmælum sem við kunna að eiga, svo sem í tengslum við peningaþvætti, hryðjuverk og glæpastarfsemi og öðrum ámóta reglum varðandi almannavernd. Þetta kann að leiða til upplýsingagjafar til þar til bærra yfirvalda á Íslandi eða utan Íslands eða slíkra aðila sem American Express telur, á réttmætan hátt, að sér sé skylt að veita upplýsingarnar. Þetta kann einnig að leiða til þess að við afritum og höldum afritum af persónuskilríkjum sem við fáum aðgang að vegna samningsins. Veitir þú rangar eða ónákvæmar upplýsingar og svik upplýsast, er okkur einnig heimilt að deila upplýsingum með lögreglu, sem notað getur gögnin í rannsóknarskyni. Í því skyni að fullnægja skyldum okkar til þess að fara að lagaákvæðum um varnir gegn glæpastarfsemi og hryðjuverkum, gætum við þurft að afla og vinna úr upplýsingum tengdum þeim sem undirritar samninginn fyrir þína hönd, raunverulegum eigendum (ef þú ert fyrirtæki eða sjálfstæður lögaðili), yfirmönnum og öðrum tengiliðum sem voru tilnefndir af þér til að stýra sambandinu við okkur.
vi. vinna frekara lánshæfismat svo lengi sem fyrirtæki þitt er enn í skuld við okkur (þ.m.t. að hafa samband við viðskiptabanka fyrirtækis þíns) og veita upplýsingar um fyrirtækin og þann sem undirritar fyrir þess hönd til þeirra sem kunna að innheimta hjá þér skuld við American Express, innheimtufélög jafnt sem lögmenn, og til þess að standa vörð um hagsmuni American Express rísi deilur við fyrirtæki þín;
vii. vinna frekara lánshæfismat og greina upplýsingar um fyrirtækið og færslur í þeim tilgangi að hafa umsjón með sambandi fyrirtækisins við okkur, veita heimild fyrir færslum og til að koma í veg fyrir svik;
viii. fylgjast með og/eða skrá símtöl þín til okkar eða símtöl okkar til þín, hvort sem það er af okkur eða virtum aðila sem við felum það hlutverk, í því skyni að tryggja samfellt þjónustustig og rekstur, og til að hjálpa við úrlausn ágreinings, eftir því sem við kann að eiga;
ix. gera allt framangreint í tengslum við sérhverja starfsstöð fyrirtækis þíns; og
x. sinna öllu ofangreindu fyrir alþjóðlega samstæðu American Express innan sem utan Evrópska efnahagssvæðisins, þar á meðal í löndum á borð við Bandaríkin þar sem að lög um persónuvernd kunna að vera frábrugðin því sem tíðkast á Evrópska efnahagssvæðinu. Þér til upplýsingar skal upplýst, að American Express hefur gripið til ráðstafana til þess að tryggja sömu vernd fyrir upplýsingar þínar í þessum löndum og þær njóta á Evrópska efnahagssvæðinu. Að ósk þinni munum við upplýsa þig um hvaða upplýsingar við varðveitum um þig í samræmi við lög sem um það gilda. Okkur er heimilt að krefja þig um greiðslu kostnaðar vegna slíks, í samræmi við lagaákvæði þar um. Teljir þú einhverjar upplýsingar sem við varðveitum um þig rangar eða ófullnægjandi verður þú að tilkynna okkur það tafarlaust skriflega með bréfi til American Express Payments Europe S.L., Merchant Services, Avenida Partenón 12-14, 28042, Madrid, Spáni. Upplýsingar sem reynast vera rangar eða ófullnægjandi verða leiðréttar án tafar. Við geymum upplýsingar um þig aðeins svo lengi sem þörf krefur vegna þess tilgangs sem býr að baki eða í samræmi við lagaákvæði þar um.
k) Söfnun og UPPLÝSINGAGJÖF til ríkisstofnanna Þér er ljóst að móðurfélag okkar er með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum, og því föllum við undir bandaríska lögsögu. Þú samþykkir og munt veita okkur allar upplýsingar (þ.m.t. persónuupplýsingar, ef einhverjar eru) og/eða skrifa undir öll nauðsynleg gögn (þar á meðal rétt unnin, gild og viðeigandi bandarísk skattaskjöl) sem við þurfum svo að við eða samstarfsaðilar okkar getum safnað, notað og veitt upplýsingar í samræmi við það sem okkur er skylt að þarlendum lögum og annarri lögsögu, svo sem við kann að eiga, þ.m.t. bandarískum skattalögum. Verðir þú ekki við ósk um afhendingu umbeðinna upplýsinga eða gagna, eða sé gerð til okkar krafa af þar til bæru yfirvaldi, þá staðfestirðu að okkur sé heimilt að halda eftir greiðslum til þín og/eða senda þær greiðslur til slíks bærs yfirvalds í Bandaríkjunum, í því skyni að tryggja að við förum að þarlendum lögum og annarri lögsögu, svo sem við kann að eiga, þ.m.t. bandarískum skattalögum.
l) Tilkynningar til American Express
i. Tilkynningar til American Express skulu vera skriflegar og (a) afhentar viðtakanda og teljast þá afhentar við viðtöku; (b) sendar í hraðpósti, með fyrirframgreiddu burðargjaldi og teljast þá mótteknar þremur dögum eftir póstlagningu; (c) með flutningsfyrirtæki (e:courier) og teljast þá mótteknar við afhendingu; eða (d) faxsendingu og teljast þá mótteknar við sendingu.
ii. Hafir þú þjónustustjóra hjá American Express, skaltu senda tilkynningar þangað. Hafir þú ekki þjónustustjóra skaltu senda tilkynningar á póstfang eins og það var tilgreint í umsóknareyðublaði og/eða þér hefur síðar verið miðlað upplýsingum um.
m) Tilkynningar til þín
i. Tilkynningar til þín skulu vera skriflegar og (a) afhentar viðtakanda og teljast þá afhentar við viðtöku; (b) sendar í hraðpósti, með fyrirframgreiddu burðargjaldi og teljast þá mótteknar þremur dögum eftir póstlagningu; (c) með flutningsfyrirtæki (e:courier) og teljast þá mótteknar við afhendingu; eða (d) (d) tölvupósti og teljast þá mótteknar við sendingu; (e) faxsendingu og teljast þá mótteknar við sendingu; eða (f) skilaboðum til viðskiptareiknings þíns á netinu og teljast þá mótteknar tíu (10) virkum dögum eftir sendingu tilkynningarinnar.
ii. Við munum senda þér tilkynningar í samræmi við það sem þú tilgreindir sem póstfang, netfang eða faxnúmer á umsókn þína um móttöku kortsins. Þú verður að tilkynna okkur tafarlaust um allar breytingar þar á. Ef þú gerir það ekki, og við getum ekki sent þér tilkynningu í samræmi við upplýsingar sem þú tilgreindir, telst þú hafa fengið tilkynningu í samræmi við upplýsingar á skrá, jafnvel þótt hún sé endursend til okkar. n) Samningsréttindi þriðju aðila Að því frátöldu sem tekið er fram í þessum samningi getur enginn sem ekki er aðili að þessum samningi byggt á honum rétt. Samstarfsaðilar okkar geta þó sótt sér þann rétt sem þeim er veittur samkvæmt samningnum, hvort heldur er til þess að krefjast viðeigandi úrræða, fullnusta réttindi eða taka við greiðslum eða hlunnindum, sem þeim bera á grundvelli samningsins, þ. á m. á grundvelli skaðleysisákvæða, ábyrgðaryfirlýsinga og ábyrgðartakmarkana.)
American Express Payments Europe S.L.
Mike Jackson Framkvæmdastjóri þjónustu við söluaðila, Spáni.
American Express
Payments Europe S.L.
American Express Payments Europe S.L. Starfsstöð: Avenida Partenón 12-14, 28042 Madrid. Skráð á Spáni undir skattnúmeri B88021431.
American Express Payments Europe S.L. hefur starfsleyfi, með tilvísunarnúmer 6.883 , til að veita greiðsluþjónustu.
Viðauki A
Verklagsreglur og aðrir ferlar
1. Færslukvittanir
a) Sniðmát
i. Fyrir sérhverja færslu ber að útbúa færslukvittun, sem fjölfalda má rafrænt. Færslukvittunin skal innihalda eftirgreindar upplýsingar(færslugögn):
- allt kortanúmerið eða jafngildisnúmer;
- gildistíma kortsins;
- dagsetningu færslunnar;
- fjárhæð færslunnar, að meðtöldum sköttum eftir því sem við á;
- samþykkisnúmer vegna færslunnar;
- lýsingu á keyptum vörum eða þjónustu;
- nafn fyrirtækis þíns, heimilisfang og fyrirtækisnúmer; og
- aðrar viðeigandi upplýsingar í samræmi við lög eða reglur sem til taka, eða kröfur okkar þar að lútandi.
Sé um að ræða persónulega færslu, þ.e. ekki færslu sem lýst er í greinum 1.c, 1.e eða 1.f í þessum viðauka A, ber þér einnig að halda eftir undirritun korthafa. Þér ber að stytta kortanúmerið og ekki prenta gildistíma kortsins eða öryggisnúmer á afrit af færslum sem eru afhent korthafa.
ii. Þér er heimilt að gera fleiri en eina færsluskrá fyrir stök kaup á fleiri kort, en ekki er heimilt að búa til fleiri en eina færsluskrá fyrir stök kaup á eitt kort, með því að skipta kaupunum niður á fleiri en eina færslu, nema um sé að ræða frestaða færslu eða ef við höfum heimilað slíkt vegna færslna umfram tilgreinda fjárhæð.
iii. Fyrir sérhverja endurgreiðslu ber að útbúa endurgreiðslukvittun sem fjölfalda má rafrænt. Endurgreiðslukvittunin skal innihalda eftirgreindar upplýsingar:
- allt kortanúmerið eða jafngildisnúmer; − gildistíma kortsins; − dagsetningu endurgreiðslunnar;
- fjárhæð endurgreiðslunnar, að meðtöldum sköttum eftir því sem við á;
- nafn fyrirtækis þíns, heimilisfang og fyrirtækisnúmer; og
- aðrar viðeigandi upplýsingar í samræmi við lög eða reglur sem til taka, eða kröfur okkar þar að lútandi.
b) Persónulegar færslur Fyrir sérhverja persónulega færslu ber að sýna kortið og þér ber að:
i. fara að samþykkisreglunum sem tilgreindar eru í greinum 1.c til 1.g að neðan, eftir því sem við á; og
ii. fá heimild. Þér er ekki heimilt að taka við korti sem átt hefur verið við eða skemmt, eða sem er afhent af einhverjum öðrum en korthafa (ekki er hægt að framselja kort), og, sé færslu hafnað, ber þér að láta korthafa vita tafarlaust (að frátöldu því sem lýst er í grein 1.g að neðan).
c) Persónulegar færslur – snjallkort
i. Þegar snjallkort er afhent, verður að setja kortið í lesarann á posanum (nema færslan sé gerð með snertifrjálsa lesaranum, í því tilfelli ber að fylgja skrefunum sem er lýst í grein 1.f að neðan). Posinn tilgreinir hvort korthafi skulil slá inn PIN-númer sitt (viðskipti með flögu og PIN-númeri) eða skrifa undir fyrir viðskiptin (viðskipti með flögu og undirskrift).
- Sé um að ræða viðskipti með flögu og PIN-númer, skal leiðbeina korthafa um að slá inn PINnúmer sitt á númeraborð posans.
- Sé um að ræða viðskipti með flögu og undirskrift, verður að fylgja ferlinu fyrir persónulega færslu án flögukorta eins og lýst er í grein 1.d fyrir neðan, að því frátöldu að þess er ekki krafist að korti sé rennt í gegnum lesarann nema slíkt sé tilgreint af posanum.
ii. Geti fyrirtækið ekki afgreitt viðskipti með flögu og PIN-númeri eða viðskipti með flögu og undirskrift vegna tæknilegra örðugleika, ætti posinn að sýna villumeldingu. Ber fyrirtækinu þá að fylgja ferlinu fyrir viðskipti án flögukorts sem lýst er í grein 1.d að neðan.
iii. Sé færsla færð handvirkt í posann af fyrirtæki, eigum við endurgreiðslurétt vegna persónulegra færslna sem eru byggðar á svikum og framkvæmdar með týndum, stolnum, fölsuðum og óafhentum snjallkortum.
iv. Hafi posinn ekki verið uppfærður til að taka við snjallkortum eða ef við höfum ekki vottað posann fyrir flögu og PIN-númer, ert þú ábyrgur fyrir öllu tapi sem við gætum orðið fyrir og við eigum endurgreiðslurétt vegna persónulegra færslna sem eru byggðar á svikum og framkvæmdar með týndum, stolnum, fölsuðum og óafhentum snjallkortum, hefði uppfærsla og vottun á posanum getað komið í veg fyrir svikin. Hið minnsta ert þú ábyrgur fyrir sérhverri færslu byggðri á svikum, sem má rekja til þess að ekki hefur verið farið að verklagsreglum okkar um samþykki korta, svo sem þeim er lýst í þessum samningi.
d) Persónulegar færslur – kort án flögu
i. Fyrir persónulegar færslur þar sem kortið er ekki flögukort eða fyrir viðskipti með flögu og undirskrift, mun posinn birta fyrirmæli um að:
- renna kortinu í gegnum posann; og
- fá undirskrift korthafa á kvittunina.
ii. Þér ber einnig að:
- gæta þess að kortanúmerið á framhlið og, eigi það við, bakhlið kortsins, ásamt gildistíma kortsins, séu eins og skráð er á kvittuninni.
- tryggja að nafnið sem er prentað á kvittunina (ef við á) sé eins og nafnið á framhlið kortsins (fyrir utan tiltekin kort sem eru ekki með nafn á framhliðinni); staðreyna að undirskriftin sé ekki augljóslega önnur en nafnið á kortinu (nema færslan uppfylli skilyrði okkar fyrir viðskipti án undirskriftar/PIN-númers eða ef kortið er ekki með nafn á framhliðinni); og bera undirskriftina á kvittuninni saman við undirskriftina á kortinu.
iii. Virki posinn ekki ber þér að auki að afla munnlegrar heimildar (eins og lýst er í grein 2.e að neðan).
iv. Sé ekki hægt að lesa segulröndina, má slá færsluna í posann handvirkt en taka verður afrit af kortinu til að staðfesta að kortinu hafi verið framvísað. Sé ekki tekið afrit þegar þess er krafist, og sýnt okkur að kröfu, eigum við endurgreiðslurétt vegna slíkrar færslu. Þegar færslan er slegin handvirkt inn í posann, eigum við endurgreiðslurétt eins og lýst er í grein 1.c (iii) að ofan.
e) Persónulegar færslur – ferli án undirskriftar/PIN-númers
i. Fyrirtæki þínu er heimilt að taka þátt í ferli okkar án undirskriftar/PIN-númers, sem gerir kleift að láta hjá líða að krefja korthafa um undirskrift eða PIN-númer í samræmi við neðangreinda skilmála (ferli án undirskriftar/PIN-númers).
ii. Falli fyrirtæki þitt innan sviðs sem tekur við persónulegum færslum, er fyrirtækinu heimilt að taka þátt í ferlinu án undirskriftar/PIN-númers, með eftirgreindum undantekningum:
- kaupmenn sem taka ekki við persónulegum færslum;
- óleyfileg viðskipti sem lýst er í lið 2.d;
- fyrirtæki sem stunda starfsemi sem býður heim mikilli svikahættu;
- fyrirtæki sem við höfum metið að séu ekki gjaldgeng af annarri ástæðu til að taka þátt í ferlinu án undirskriftar/PIN-númers; eða
- fyrirtæki með eitt af eftirfarandi kaupmannsflokkunarnúmerum (MCC):
A. Netkerfi/upplýsingaþjónusta (MCC4816);
B. bankamillifærslur og póstávísanir (MCC4829);
C. kapalsjónvarp og önnur sjónvarpsþjónusta í áskrift (MCC4899);
D. bein markaðssetning – pöntunarlistar (MCC5964);
E. bein markaðssetning – símasöluþjónusta með úthringingu (MCC5966);
F. bein markaðssetning – símasöluþjónusta með innhringingu (MCC5967);
G. stofnanir ótengdar fjármálum (MCC6051);
H. stefnumóta- og fylgdarþjónusta (MCC7273);
I. nuddstofur (MCC7297); eða
J. upplýsingasöfnunarþjónusta (MCC7375).
iii. Ferli án undirskriftar/PIN-númers tekur aðeins til færslna framkvæmdra af fyrirtækjum sem uppfylla framangreind skilyrði og því aðeins að:
- færslan sé að hámarki ígildi 30 sterlingspunda (eða jafngildi þess í krónum) eða önnur fjárhæð sem við munum tilkynna þér um:
- í sendingu færslunnar sé að finna viðeigandi staðfestingu þess að korti hafi verið framvísað af korthafa þegar viðskiptin áttu sér stað; og − gildur heimildarkóði fylgi með færslunni.
iv. Þegar án undirskriftar/PIN númers ferlið á við munum við ekki nýta okkur endurgreiðslurétt fyrir færslur byggt eingöngu á því að fyrirtæki fékk ekki undirskrift eða PIN-númer korthafa. Það felur þó ekki í sér að endurgreiðsluréttur geti ekki verið til staðar af öðrum ástæðum.
f) Persónulegar færslur – snertifrjálsar
i. Við móttöku á snjallkorti eða snjalltæki sem hægt er að lesa með snertifrjálsri tækni og ef færsla fullnægir öðrum skilyrðum til notkunar ferlis án undirskriftar/PIN-númers fyrir færsluna (sjá grein 1.e að ofan), ber þér að:
- taka við færslugögnunum með því að nota snertifrjálsa lesarann, og
- fá heimild.
ii. Fyrir færslur þar sem ekki má nota ferli án undirskriftar/PIN-númers, skaltu fylgja öllum ferlum um samþykki korts eins og þeim er lýst í grein 1.b að framan.
iii. Fyrir snertifrjáls viðskipti þar sem notast er við stafrænt veski er auðkenning korthafa með snjalltæki (CDCVM) leyfð ef snjalltækið og posinn geta framkvæmt CDCVM. Þér ber að útbúa kvittun fyrir þessar færslur í samræmi við það sem lýst er í grein 1.a að framan. Til að tryggja rétta móttöku posa á snertifrjálsum viðskiptum þar sem notast er við stafrænt veski, ætti að fylgja nýjustu kröfum American express um snertifrjálsa posa.
Við munum ekki nýta endurgreiðslurétt okkar vegna þess að undirskrift vanti, merkingu sé áfátt, fölsunar eða týnds/stolins/ ekki móttekins korts fyrir snertifrjáls viðskipti eða snertifrjáls viðskipti þar sem notast er við stafrænt veski ef fyrirtækið staðfestir hver korthafinn sé og fullnægir að öðru leyti þeim skilyrðum sem tilgreind eru að framan. Þetta á ekki við um ágreiningsfærslur vegna annarra atvika en svika (á t.d. ekki við um ágreining vegna vöru eða þjónustu).
g) Persónulegar færslur – ómannaðir sölustaðir
i. Við tökum á móti færslum fyrir viðskipti sem fara fram á ómönnuðum sölustöðum þínum (t.d. sjálfsafgreiðslustöðvum) að því tilskildu að ákvæðanna í grein 1.b að framan og eftirfarandi ákvæða sé gætt. Þér ber að:
- láta öll gögn úr segulröndinni fylgja með beiðnum um heimild.
- tryggja að færslan sé í samræmi við tæknilýsingarnar, þ.m.t. að merkja allar beiðnir um heimild og allar færslusendingar CAT merkingu;
- fylgja öllum frekari heimildarferlum sem við gætum látið þér í té ef þú tekur á móti kortinu á ómönnuðum sölustað sem er hluti af, eða áfastur við, bensíndælu; og
- tryggja að ómannaði sölustaðurinn sé þannig búinn að korthafinn sé látinn vita ef viðskiptunum er hafnað.
ii. Kæmi til þess að ómannaður sölustaður sé ekki stilltur fyrir viðskipti með flögu og PINnúmer, er þér engu að síður heimilt að taka á móti kortinu en ákvæðin í greinum 1.b og 1.c skulu ekki eiga við í tengslum við innslátt á PIN-númerinu eða undirskrift. Slíkar færslur eru hinsvegar alfarið á þína ábyrgð og við eigum endurgreiðslurétt vegna sviksamlegra færslna hafi færsla ekki farið fram með flögu og PIN-númeri.
h) Kortalausar færslur
i. Vegna kortalausra færslna ber þér að:
- útbúa kvittun eins og lýst er í grein 1.a að framan, ásamt merkingu um að viðskiptin hafi farið fram án korts;
- fá nafn korthafa eins og það kemur fram á kortinu, reikningsnúmer kortsins og gildistíma, heimilisfang greiðanda, og heimilisfang fyrir afhendingu;
- fá heimild;
- ef senda eða afhenda á pöntunina síðar en en sjö (7) dögum frá upphaflegu heimildinni, fá nýja heimild fyrir sendingu eða afhendingu á pöntuninni; og
- láta korthafa tafarlaust vita ef kortinu er hafnað.
ii. Eigi korthafi að vitja vörunnar, verður hann að sýna kortið við viðtöku. Fara á með viðskiptin eins og persónulega færslu og fara eftir greinum 1.b til 1.f að framan.
iii. Við höfum endurgreiðslurétt að öllum kortalausum færslum sem korthafi neitar að hafa stofnað til eða heimilað. Við munum ekki nýta endurgreiðslurétt okkar fyrir þannig færslur eingöngu á grundvelli fullyrðinga korthafa um að hafa ekki fengið vörurnar sem ágreiningur er um hafir þú staðfest við okkur að heimilisfangið sem vörurnar voru sendar til sé hið sama og reikningar eru sendir til og þú hefur fengið kvittun undirritaða af manni með heimild til undirritunar, sem staðfestir afhendingu á vörunum til heimilisfangsins.
i) Kortalausar færslur stafrænar
i. Við tökum á móti færslum fyrir stafrænar pantanir með fyrirvara um ákvæðin í grein 1.h að framan auk eftirgreindra skilyrða. Þér ber að:
- senda færslugögn um allar stafrænar pantanir um netið, tölvupóst, intranet, extranet eða annað stafrænt net eingöngu til korthafans sem stofnaði til stafrænu pöntunarinnar, til færsluhirðis, eða okkar, í samræmi við grein 6 að neðan;
- senda allar færslur fyrir stafrænar pantanir rafrænt;
- nota þau sérstöku fyrirtækisnúmer sem við látum þér í té fyrir stafrænar pantanir í öllum beiðnum þínum um heimild og sendingu á færslum fyrir stafrænar pantanir; og
- tilkynna okkur með að minnsta kosti eins (1) mánaðar fyrirvara ef einhverjar breytingar verða á veffangi þínu.
ii. Okkur er heimilt að víkja frá tilkynningarfrestinum sem vísað er til í lið 15.f í samningnum og leggja tafarlaust fram frekari kröfur sem nauðsyn kann að vera á til að tryggja öryggi stafrænna pantanna og/eða upplýsinga um korthafa og/eða til að koma í veg fyrir svik.
iii. Sviksamlegar stafrænar pantanir eru ekki á okkar ábyrgð og við eigum endurgreiðslurétt að þannig færslum. Komi upp ágreiningur um kortalausa færslu sem flokkast sem stafræn viðskipti þá munum við nýta endurgreiðslurétt okkar fyrir alla upphæð færslunnar.
iv. Þér ber að tryggja að vefsíða þín eða viðeigandi stafrænn miðill láti korthafann vita ef ekki fæst heimild fyrir viðskiptunum.
v. Fyrir viðskipti um stafrænt veski er auðkenning korthafa með snjalltæki (CDCVM) leyfð ef snjalltækið getur framkvæmt CDCVM. Þér ber að útbúa kvittun fyrir þessar færslur í samræmi við það sem lýst er í grein 1.a að framan. Í því skyni að færslur geti talist fara fram um stafrænt veski, ber þér að auðkenna kvittunina þannig að hún sýni að um hafi verið að ræða viðskipti sem fóru fram um stafrænt veski. Við munum ekki nýta endurgreiðslurétt okkar þótt undirskrift vanti eða afrit fyrir viðskipti sem fóru um stafrænt veski ef fyrirtækið uppfyllir allar kröfur og skilyrði sem lýst er í þessari grein. 1.i. Þetta á ekki við um ágreiningsfærslur þar sem önnur ástæða en svik er fyrir tilkynningunni (t.d. á þetta ekki við um ágreining vegna vöru eða þjónustu).
vi. Þegar þú samþykkir færslur vegna stafrænna pantana sem eru staðreyndar með American Express SafeKey ferlinu, er okkur heimilt að bjóða korthafa að borga fyrir kaupin sín með punktum. Þetta hefur ekki áhrif á sambandið milli þín og okkar og breytir hvorki réttindum né skyldum aðila samkvæmt þessum samningi. Kjósir þú að hafa þennan kost ekki í boði á stafrænu svæði þínu skaltu tilkynna okkur það stílað á eftirgreindan viðtakanda: American Express Payments Europe S.L., Merchant Services, Avenida Partenón 12-14, 28042 Madrid, Spáni.
j) Áskriftargjöld
i. Bjóðir þú korthöfum upp á möguleikann á sjálfvirkum áskriftargjöldum fyrir röð af aðskildum kaupum eða greiðslum (áskriftargjöld), ber þér, áður en fyrsta áskriftargjaldið er innheimt:
- að fá samþykki korthafans til að gjaldfæra á kortið þeirra tiltekna eða breytilega fjárhæð á tilteknum tíma eða mismunandi tímum;
- fara að öllum leiðbeiningum sem við tilkynnum þér um þannig að sanngjarnt teljist; og
- upplýsa korthafann um að segja megi áskrift upp hvenær sem er.
Samþykki korthafans verður að fela í sér að heimilt sé að fá uppfærðar upplýsingar um kortareikninginn frá fjármálafyrirtækinu sem gefur út kort korthafans. Þér ber að halda eftir gögnum um slíkt samþykki í tvö (2) ár frá því að þú innheimtir síðasta áskriftargjaldið.
ii. Sé fjárhæð áskriftargjaldsins mismunandi eftir tímabilum, ber þér að tilkynna korthafanum fjárhæð áskriftargreiðslunnar og gjalddaga hennar:
- að minnsta kosti tíu (10) dögum áður en þú sendir hverja færslu; og
- sé áskriftargjaldið hærra en hámarksfjárhæð áskriftargjalds sem korthafinn hefur tilgreint. Okkur er heimilt að nýta okkur endurgreiðslurétt vegna færslna sem þú hefur tilkynnt korthafa um og hann samþykkir ekki.
iii. Sé áskriftargjald fært á kort gefið út á Evrópska efnahagssvæðinu án þess að fjárhæð gjaldsins hafi verið tilgreind að fullu þegar korthafinn veitti samþykki sitt fyrir áskriftargjöldunum höfum við endurgreiðslurétt að allri upphæð færslunnar í allt að hundrað og tuttugu (120) daga eftir að færslan á sér stað, sé sérstaks samþykkis korthafans ekki aflað, og þaðan í frá fyrir þeim hluta færslunnar sem ágreiningur er um. Samþykki korthafinn breytta færsluupphæð, er okkur heimilt að nýta endurgreiðslurétt okkar í samræmi við slíkt samþykki. Ekkert í þessari málsgrein skerðir almennan endurgreiðslurétt okkar í tengslum við áskriftargjöld.
iv. Áður en þú sendir okkur fyrstu færsluna fyrir áskriftargjald verður þú að fá uppgefið nafn korthafa eins og það birtist á kortinu, kortanúmerið, gildistíma, og heimilisfang til móttöku reiknings. Ekki ætti að heimila færslu áskriftargjalda á fyrirframgreidd kort.
v. Áður en áskriftargjaldið er innheimt ber þér að:
- afla heimildar; og
- útbúa kvittun með merkingu um að viðskiptin séu áskriftargjald.
vi. Sé samningi þessum slitið, hver sem ástæða til þess kann að vera, ber þér á eigin kostnað að gera korthöfum sem þú hefur fært áskriftargjöld á grein fyrir því hvaða dag þú hættir að færa slík gjöld.
Okkur er heimilt að krefjast þess að þú framlengir viðtöku kortsins um allt að níutíu (90) daga eftir að uppsögn gengur í gildi.
vii. Uppsögn korts telst vera tafarlaus uppsögn á samþykki korthafans fyrir áskriftargjöldum. Okkur er ekki skylt að tilkynna þér um þannig uppsögn og við berum enga ábyrgð gagnvart þér vegna slíkrar uppsagnar. Þér ber að láta tafarlaust af innheimtu áskriftargjalda fari korthafi fram á það við þig, við fyrir hans hönd eða útgefandi kortsins. Sé kortareikningi sagt upp, eða ef korthafi dregur samþykki sitt fyrir áskriftargjöldum til baka, beint (eða í gegnum okkur eða kortaútgefandann), er á þína ábyrgð að semja um annars konar greiðslumáta (eftir því sem við kann að eiga) við korthafann (eða fyrrverandi korthafa). Þú heimilar okkur að setja tengil inn á vefsíðu þína (þ.m.t. heimasíðu, greiðslusíðu eða síðu fyrir sjálfvirkt gjald/áskriftargjald) frá vefsíðu okkar og að hafa á skrá samskiptaupplýsingar fyrir þjónustudeild þína.
k) Frestaðar færslur
i. Þér er heimilt að taka við kortinu fyrir frestaðar færslur. Fyrir frestaða færslu, ber þér að:
- taka fyrirætlun þína skýrt fram og fá skriflegt samþykki frá korthafanum fyrir því að framkvæma frestaða færslu áður en þú leitar heimildar;
- fá sérstaka heimild fyrir hvora af frestuðu færslunum tveimur á viðkomandi dagsetningum þeirra.
- taka skýrt fram á hvorri kvittun fyrir sig hvort færslan sé vegnar „innborgunarinnar‟ eða „eftirstöðvanna‟ á frestuðu færslunni;
- senda kvittun fyrir eftirstöðvum viðskiptanna aðeins eftir að vörurnar hafa verið sendar eða afhentar eða þjónustan veitt;
- senda hverja kvittun innan tíma sem við gefum til þess. Litið verður svo á að „stofnað sé til‟ færslunnar:
A. fyrir innborgunina – daginn sem korthafi samþykkti að greiða innborgun fyrir kaupin; og
B. fyrir eftirstöðvarnar – daginn sem vörurnar eru sendar eða afhentar eða þjónustan er veitt.
- fara fram á og afla heimildar fyrir hvorn hluta frestuðu færslunnar fyrir sig undir sama kaupmannsnúmeri; og
- meðhöndla tryggingarfé á kortinu á sama á hátt og þú meðhöndlar tryggingarfé á öðrum greiðslubúnaði.
l) Færslur vegna fyrirframgreiðslu
i. Þér ber að fylgja ferlunum sem lýst er að neðan ef þú býður korthöfum þann kost, eða krefst þess af þeim, að þeir greiði fyrirfram fyrir eftirfarandi gerðir af vöru og/eða þjónustu:
- Sérpantanir (t.d. pantanir á vörum sem verða sérsniðnar eftir óskum viðskiptavinarins);
- skemmtun/miðasala (t.d. íþróttaviðburðir, hljómleikar, miðar fyrir heilt leiktímabil);
- skólagjöld, heimavist, og önnur skyldugjöld (t.d. bókasafnsgjöld) fyrir æðri menntastofnanir;
- flugmiða;
- bílaleigu;
- lestarmiða;
- fargjöld skemmtiferðaskips;
- gistingu; eða
- ferðatengda þjónusta (t.d. hópferðir, ferðir með leiðsögn)
ii. Fyrir fyrirfram greiðslufærslu, ber þér að:
- taka skýrt fram stefnu varðandi afpöntun og endurgreiðslu, taka skýrt fram að gjaldfæra eigi kortið og afla skriflegs samþykkis korthafa við því að færa fyrirframgreiðslu á kortið áður en farið er fram á heimild. Samþykki korthafa verður að fela í sér:
A. samþykki hans við öllum skilmálum sölunnar (þ.m.t. verði og afpöntunar- og endurgreiðsluskilmála); og
B. nákvæma lýsingu og áætlaðan afhendingardag vörunnar og/eða þjónustunnar sem á að veita (þar á meðal, ef við á, áætlaða komuog brottfarardaga);
- afla heimildar; og
- fylla út færsluskrá. Sé fyrirfram greiðslufærslan kortalaus færsla, ber þér einnig að:
A. tryggja að greiðslufærslan innihaldi orðin „fyrirframgreiðsla"; og
B. gefa korthafanum skriflega staðfestingu (t.d. tölvupóst eða fax) á fyrirframgreiðslunni, fjárhæð, staðfestingarnúmer (ef við á) nákvæma lýsingu á vörunni og/eða þjónustunni sem veita á ásamt áætluðum afhendingardegi (þ.m.t. áætlaða komu- og brottfarardaga, ef við á) og upplýsingar um afpöntunar- /endurgreiðsluskilmála þína, innan tuttugu og fjögurra (24) tíma frá því að stofnað var til færslunnar.
iii. Getir þú ekki afgreitt vöru eða veitt þjónustu (t.d. vegna þess að sérpantaðar vörur fást ekki afgreiddar) og sé ekki hægt að bjóða upp á annars konar fyrirkomulag, ber þér að endurgreiða án tafar heildarfjárhæð fyrirframgreiðslunnar sem innt var af hendi vegna þess sem ekki fæst afhent.
iv. Auk annars endurgreiðsluréttar, er okkur heimilt að nýta endurgreiðslurétt okkar fyrir fyrirframgreiðslur sem ágreiningur er um í heild eða að hluta, ef við metum það svo að ekki sé hægt að leysa úr ágreiningi þér í hag byggt á ótvíræðum ákvæðum í söluskilmálunum sem korthafi samþykkti.
m) Samanlagðar færslur
i. Ef við flokkum þig sem netfyrirtæki er þér heimilt að afgreiða samanlagðar færslur að því tilskildu að eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:
- þú tekur fyrirætlun þína skýrt fram og færð skriflegt samþykki frá korthafanum um að safna megi saman kaupum þeirra eða endurgreiðslum (eða hvorutveggja) með kortinu og sameina þær öðrum kaupum eða endurgreiðslum (eða hvorutveggja) áður en aflað er heimildar;
- stofna verður til hverra kaupa eða endurgreiðslna (eða hvors tveggja), sem mynda samanlögðu færsluna, undir sama kaupmannsnúmeri og á sama korti;
- fá verður heimild fyrir ekki meira en 10 sterlingspundum (eða jafngildi þess í krónum) (eða annarri fjárhæð sem þér hefur verið tilkynnt um);
- útbúa verður kvittun fyrir heildarfjárhæð samanlögðu færslunnar;
- upphæð samanlögðu færslunnar má ekki vera hærri en 10 sterlingspund eða jafngildi þess í krónum(eða önnur slík upphæð sem þér hefur verið tilkynnt um) eða sú fjárhæð sem þú fékkst heimild fyrir, sé hún lægri;
- senda verður hverja kvittun innan þess tímafrests sem við gefum til þess (sjá lið 3.a). Litið verður svo á að „stofnað sé til“ færslunnar á dagsetningu fyrstu kaupanna eða endurgreiðslunnar (eða hvors tveggja) sem mynda samanlögðu færsluna; og
- senda verður korthafa tölvupóst þar sem er að finna:
A. dagsetningu, fjárhæð og lýsingu á hverjum einstökum kaupum eða endurgreiðslu (eða hvoru tveggja) sem mynda samanlögðu færsluna, og
B. dagsetningu og fjárhæð samanlögðu færslunnar.
2. Heimild
a) Þér ber að afla heimildar fyrir öllum færslum. Hver heimildarbeiðni verður að innihalda allt kortanúmerið og vera fyrir heildarupphæð færslunnar; þó að því tilskildu, að sé ekki næg inneign á fyrirframgreiddu korti fyrir allri fjárhæðinni, þarf aðeins að fá heimild fyrir þeirri fjárhæð sem er notuð á fyrirframgreidda kortinu og þér er heimilt að fylgja eigin stefnu til að sameina greiðslu með fyrirframgreiddu korti greiðslu með öðrum greiðslubúnaði eða greiðslumáta. Sé annar greiðslumáti kort gildir þessi samningur.
b) Heimild tryggir ekki að við tökum við færslu án þess að nýta endurgreiðslurétt okkar, né heldur er hún trygging fyrir því að sá sem stofnar til færslunnar sé korthafinn eða að þú fáir greitt.
c) Sendir þú færslu meira en sjö (7) dögum frá upphafsdegi heimildarinnar, ber þér að afla nýrrar heimildar. Fyrir færslur vegna vöru eða þjónustu sem eru sendar eða veittar meira en sjö (7) dögum frá því að pöntun var lagð inn, verður þú að fá heimild fyrir færslunni þegar pöntunin var lögð inn og aftur þegar þú sendir vöruna eða veitir korthafa þjónustuna.
d) Þegar persónulegar færslur eru afgreiddar rafrænt verður að tryggja að allar heimildarbeiðnir séu í samræmi við tæknilýsingarnar. Sé ekki hægt að lesa gögnin á kortinu og færa verður þau inn handvirkt til að afla heimildar, verður að taka afrit af kortinu til að sanna að það hafi verið sýnt.
e) Geti posinn þinn ekki tengst tölvukerfi okkar til að afla heimildar, eða sé posi þinn ekki þeirrar gerðar að geti tengst, eða ef við förum fram á það við þig (t.d. tilvísun), verður þú að fá heimild fyrir öllum færslum með því að hringja í heimildarsímanúmer okkar. Við áskiljum okkur rétt til þess að krefja þig um gjald fyrir hverja færslu sem þú ferð fram á heimild fyrir með símtali, nema slíkt verði að gera vegna sambandsleysis eða bilunar í tölvukerfi okkar.
f) Afla verður heimildar frá okkur áður en aðferð við sendingu gagna til okkar frá þér eða færsluhirði þínum er breytt.
3. Rafræn sending færslna
a) Þér ber að senda færslur og endurgreiðslur rafrænt í gegnum boðleiðir okkar í milli (sendingar). Sendingar verða að vera í samræmi við tæknilýsingarnar. Okkur er ekki skylt að samþykkja sendingar eða færslugögn sem fullnægja ekki skilyrðunum. Ef við tilkynnum þér að breyttra upplýsinga sé þörf, ber þér að verða við því innan 30 daga frá móttöku tilkynningarinnar. Það getur falið í sér að við þurfi að bæta, draga úr eða breyta forminu á upplýsingunum. Þótt færslugögn séu send rafrænt, verður engu að síður að fylla út og geyma kvittanir og endurgreiðsluskrár.
b) Verði sérstakar aðstæður til þess að senda verði færslur og endurgreiðslur skriflega á pappír (þ.m.t. færslugögn), ber að fara að leiðbeiningum okkar þar um. Við áskiljum okkur rétt til að krefja um gjald fyrir færslur og endurgreiðslur sem eru sendar skriflega. Þú verður upplýstur um gjaldið fyrirfram
c) Að fengnu samþykki okkar er þér heimilt að ráða færsluhirði á eigin kostnað, sem (ásamt öðrum tilgreindum aðilum þínum). Þér ber að tryggja samvinnu hans við okkur þannig að þú getir tekið á móti kortinu. Færsluhirðirinn starfar á þína ábyrgð og hvers kyns kostnaður eða tjón sem kann af að hljótast er á þína ábyrgð. Sama á við um kostnað sem hann kann að krefja okkur eða samstarfsaðila okkar um eða falla á okkur eða samstarfsaðila okkar vegna kerfis sem færsluhirðirinn notar. Þér ber líka að sjá til þess, að færsluhirðirinn fari að tæknilýsingunum í störfum sínum. Þér ber að tryggja að færsluhirðir þinn búi yfir þeim úrræðum sem þarf til þess að rækja starfa sinn og að öryggiseftirlit hans uppfylli alla staðla, hvort heldur er tæknilega staðla eða annað, viðmiðunarreglur eða reglur þ.m.t. til að koma í veg fyrir internetsvik og til að vernda persónuupplýsingar korthafans, þar á meðal gögn tengd viðskiptum, svo sem krafist er í lögum eða stjórnvaldsreglum. Okkur er heimilt að krefja þig um greiðslu hvers kyns gjalda sem færsluhirðir þinn kann að innheimta eða draga þau frá greiðslum okkar til þín. Þér ber að tilkynna okkur án tafar ef þú skiptir um færsluhirði og veita okkur allar viðeigandi upplýsingar um færsluhirði þinn, ef við óskum þess.
d) Þrátt fyrir framangreint, og séu til þess viðskiptalegar forsendur og ekki bannað í öðrum samningum þínum, ber þér að vinna með okkur að stillingum á kortaheimildum, sendingum og posabúnaði eða kerfum svo að þau hafi beint samband við kerfi okkar fyrir heimildaveitingu og sendingu færslugagna.
e) Þér ber að halda eftir frumriti af kvittunum fyrir kaupum eða endurgreiðslum og öðrum skjölum og gögnum sem sanna viðskiptin, þ.m.t. sönnun fyrir samþykki korthafa, eða varðveita afrit slíkra gagna, í átján (18) mánuði frá því þú sendir viðkomandi færslu eða endurgreiðslu til okkar eða daginn sem þú afhentir vörurnar eða þjónustuna að fullu til korthafans, hvort heldur á sér stað síðar. Þér ber að verða við beiðni okkar um að fá afrit af kvittuninni fyrir kaupunum eða endurgreiðslunni og önnur skjöl og gögn henni til stuðnings innan 14 (14) daga.
4. Greiðslumáti
Ef þú færð greitt beint frá okkur, munum við senda greiðslur fyrir færslur frá fyrirtækjum þínum rafrænt með beingreiðslu inn á reikning þinn. Þér ber að gefa okkur allar nauðsynlegar upplýsingar um bankareikning til þess að okkur sé unnt að leggja inn á reikning þinn.
5. Ágreiningsfærslur
a) Hvað varðar ágreiningsfærslur:
i. við njótum endurgreiðsluréttar, án þess að hafa samband við þig, ef við höfum næg gögn til þess að styðja það að tilkynning korthafa eigi við rök að styðjast og megum þá leysa úr ágreiningsfærslunni þeim í hag og tilkynna þér eftir á; eða
ii. við höfum samband við þig áður en við nýtum endurgreiðslurétt okkar. Hvort heldur er hefur þú ekki meira en fjórtán (14) daga frá því að við höfum samband við þig til að senda okkur skriflegt svar með þeim upplýsingum sem farið er fram á, þar á meðal allt kortanúmerið. Við höfum endurgreiðslurétt (eða áður tekin ákvörðun okkar um að nýta okkur endurgreiðslurétt gildir áfram) á fjárhæð ágreiningsfærslunnar ef, þegar 14 (14) daga tímabilið er við það að líða, þú hefur annað hvort ekki endurgreitt korthafa að fullu, eða sent okkur umbeðnar upplýsingar. Komi til þess að ágreiningsfærsla sé í tengslum við kort sem var gefið út á Evrópska efnahagssvæðinu og felur í sér kröfu á því reista að korthafi hafi ekki fengið upplýsingar um fulla fjárhæð færslunnar þegar hann samþykkti viðskiptin, áskiljum við okkur rétt til þess að stytta svartímann í fimm (5) daga frá þeim degi er við höfðum samband við þig og óskuðum skriflegs svari.
b) Komumst við að þeirri niðurstöðu, á grundvelli upplýsinga veittra af þér og korthafa, að leysa úr ágreiningsfærslunni korthafa í hag, höfum við endurgreiðslurétt vegna þeirrar ágreiningsfærslu, eða fyrri ákvörðun okkar um endurgreiðslurétt helst í gildi. Ef við leysum úr ágreiningsfærslunni þér í hag, aðhöfumst við ekkert frekar (ef við höfum ekki áður nýtt okkur endurgreiðsluréttinn) eða við föllum frá fyrri ákvörðun okkar um endurgreiðsluréttinn.
c) Framangreint hefur ekki áhrif á ferla varðandi sérstakt endurgreiðslukerfi (svo sem fullan endurkröfurétt vegna svika) sem þú fellur undir og fela í sér að þú færð ekki beiðnir eða tilkynningar um tilteknar tegundar færslna áður en við nýtum okkur endurgreiðslurétt.
d) Við sérstakar aðstæður er okkur heimilt að fella þig undir sérstaka áætlun um fullan endurkröfurétt vegna svika þar sem: (i) okkur er heimilt að nýta endurgreiðslurétt okkar án þess að hafa samband við þig þegar korthafi tilkynnir ágreiningsfærslu vegna svika eða gruns um svik; og (ii) þú hefur engan rétt á að krefjast þess að við breytum ákvörðun okkar um að nýta endurgreiðslurétt. Okkur er heimilt að fella þig undir þessa áætlun við undirritun, eða hvenær sem er á gildistímabili þessa samnings með því að beina tilkynningu þar um til þín. Eftirgreindar ástæður, sem ekki eru tæmandi taldar, geta staðið til þess að við felldum þig undir áætlun um fullan endurkröfurétt vegna svika:
• við fáum óhóflega margar ágreiningsfærslur miðað við fyrri sögu þína eða það sem tíðkast á þínu sviði;
• þú tekur þátt í sviksamlegum, villandi eða óheiðarlegum viðskiptaháttum, ólöglegri starfsemi, eða leyfir (eða gerir ekki eðlilegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir) ólöglega notkun kortsins; eða
• þú tekur á móti kortinu fyrir stafræn viðskipti eða við sjálfvirkar bensíndælur. Þessi listi er ekki tæmandi og okkur er heimilt að bæta þér við listann um fullan endurkröfurétt vegna svika, með því að senda þér tilkynningu þar um, enda sé það í því skyni gert að takmarka áhættu og hættu á svikum. Af sömu ástæðum er okkur heimilt að segja upp samningi við þig, með tilkynningu þar um til þín. Til að taka af tvímæli, hafir þér verið skipað á lista um fullan endurkröfurétt vegna svika, og fallir þar með undir áætlun því tengda, þá gildir áætlunin um allar ágreiningsfærslur frá korthafa tengdar svikum, þar á meðal ágreiningsfærslur sem urðu til allt að sex (6 mánuðum) áður en þér var skipað á listann.
e) Ef við nýtum endurgreiðslurétt vegna ágreiningsfærslu sem hægt hefði verið að komast hjá ef ferlum okkar fyrir kortamóttöku hefði verið fylgt (endurgreiðsla sem hægt væri að komast hjá) er okkur heimilt að krefja þig um gjald sem við munum tilkynna þér. Við getum sent þér lista yfir endurgreiðslur sem hægt væri að komast hjá, sé þess óskað.
6. Gagnaöryggi
a) Staðlar fyrir gagnavernd:
Þér ber að hlíta gagnaöryggisstefnu okkar, en hægt er að fá afrit af henni á http://www.americanexpress.com/datasecurity. Okkur er heimilt að breyta stefnunni þegar við teljum ástæðu til. Þú ert seldur undir frekari kröfur samkvæmt stefnunni, sem telst hluti þessa samnings. Meðal annars ber þér skylda (i) til að senda okkur gögn sem staðfesta að þú fylgir núverandi útgáfu af gagnaöryggisstaðli fyrir greiðslukort (PCLDSS) sem hægt er að fá á: http://www.pcisecuritystandards.org; og (ii) til að bera ábyrgð á atvikum með gögn sem valda tjóni eða kostnaði, svo sem nánar er lýst í stefnunni varðandi hin ýmsu brot. Samkvæmt gagnaöryggisstefnunni er okkur heimilt að krefja þig um gjöld vegna vanrækslu á fullgildingu og að segja upp samningnum ef þú stendur ekki við skuldbindingar þínar eins og þeim er lýst í stefnunni.
b) Deiling gagna:
Þér er ekki heimilt að deila upplýsingum um korthafa sem fengust annað hvort frá korthafanum þegar viðskiptin fóru fram , við veitingu heimildar eða sendingu eða á annan máta með nokkrum utanaðkomandi aðila, fyrir utan tilgreinda aðila þína, nema þú aflir skýrs samþykkis korthafa. Þegar samþykkis er leitað, verður þú að láta korthafa skýrt vita hvaða gögnum verður deilt, með hverjum, í hvaða tilgangi og hvaða aðili býður upp á vörurnar eða þjónustuna, svo að korthafinn geti gert skýran greinarmun á þér og öðrum aðila sem tekur þátt í sölunni og tekið upplýsta ákvörðun um hvort skuli ljúka kaupunum eða ekki. Sé ekki að þessu farið, er okkur heimilt að krefja þig um gjald fyrir vanrækslu, segja upp kortamóttökuþjónustu þinni hjá fyrirtækjum þínum eða segja þessum samningi upp í samræmi við gr. 13.c. Upplýsingarnar sem þú safnar til að greiða fyrir færslunni verða að koma til þín beint frá korthafa eða okkur, ekki frá þriðja aðila.
c) Kerfi til að koma í veg fyrir svik:
Sjálfvirk staðfesting okkar á heimilisfangi (AAV), þjónusta fyrir staðfestingu heimilisfangs (AVS), efld þjónusta við veitingu heimilda og CID þjónusta (eða önnur svipuð þjónusta til að koma í veg fyrir svik sem við gætum boðið þér upp á) eru kerfi til að hjálpa þér að minnka áhættuna á svikum. Þau fela hinsvegar ekki sér tryggingu gagnvart því að krafist verði endurgreiðslu á færslu. Þér ber að hafa vottun fyrir AAV, AVS og efldri þjónustu við veitingu heimilda til að geta notað þessa þjónustu til að koma í veg fyrir svik.
d) Vefsíður sem viðskipti eiga sér stað á:
Þér ber að tryggja að þær vefsíður þínar sem gera korthöfum kleift að versla stafrænt séu auðkenndar með utanaðkomandi fullgildingarvottorðum eða öðrum svipuðum vottunaraðferðum til að koma í veg fyrir notkun á fölsum vefsíðum. Þér ber að gera viðeigandi ráðstafanir til að aðgreina ferli tengd greiðslum frá netverslun þinni svo að korthafinn getiséð hvort hann sé í samskiptum við þig eða okkur.
7. Sterk auðkenning viðskiptavinar
a) Í því skyni að girða fyrir óheimila starfsemi, ber þér að styðja við lausnir sem gera okkur kleift að staðreyna hver korthafi sé á sem öruggastan hátt við stafrænar færslur.
b) Taki fyrirtæki þitt á Íslandi við færslum sem stofnað var til með stafrænum viðskiptum, ætti það að taka þátt í AESK kerfi okkar sem gæti aukið öryggi við slíkar færslur með aðferð sem notuð er til að staðreyna hver korthafi sé. Til að taka þátt í AESK kerfinu verður fyrirtæki þitt á Íslandi að:
i. ljúka tæknilegri SafeKey vottun.
ii. fara eftir SafeKey leiðbeiningum um SafeKey, sem við munum láta þér í té fyrir tæknilegu vottunina.
iii. hafa lokið vottun fyrir þjónustu sem er í boði á þínum markaði, í því skyni að girða fyrir svik, eins og lýst er í grein 6.c að framan,
iv. fara eftir vörumerkjaskilyrðum SafeKey eins og þeim er lýst í American Express SafeKey Logo leiðbeiningunum, sem eru aðgengilegar á eftirfarandi vefslóð: www.amexsafekey.com eða annarri vefsíðu sem við kunnum að tilkynna þér um.
v. sjá til þess að svik verði aldrei umfram 1% af færslum sem innihalda SafeKey gögn eins og lýst er í tæknilýsingunum,
vi. viðhalda góðu orðspori hjá American Express, að sanngjörnu mati okkar og
vii. uppfylla öll önnur skilyrði sanngjarnt er eða raunhæft að bæta við það sem þegar hefur verið tilgreint, með því að beina tilkynningum þar um til þín.
c) AESK áætlunin á aðeins við um kortalausar færslur sem er stofnað til með gildum kortum (eins og lýst er í SafeKey útfærsluleiðbeiningunum), með stafrænum viðskiptum hjá íslenskum fyrirtækjum þínum, sem uppfylla eftirfarandi viðmiðanir og kröfur:
i. færslan sýnir að hún hafi verið auðkennd að fullu með SafeKey, eða reynt hafi verið að auðkenna hana með SafeKey,
ii. viðeigandi SafeKey auðkenningargögn voru veitt bæði í heimildarbeiðninni og sendingunni á færslunni,
iii. korthafinn tilkynnti færsluna sem sviksamlega; og
iv. útgáfuland kortsins var á listanum á www.amexsafekey.com/aeskmainfaq#market-list eða annarri vefsíðu sem við tilkynnum þér um. Við munum ekki nýta okkur endurgreiðslurétt að færslum sem uppfylla öll ofangreind viðmið og kröfur ef bæði fyrirtækið og færslan fara að framangreindum kröfum. AESK kerfið á ekki við um ágreiningsfærslur þar sem um er að ræða aðra ástæðu fyrir ágreiningnum en svik (t.d. á þetta ekki við um ágreining vegna vöru eða þjónustu).
d) Auk framangreinds, fullnægir þú ekki skilyrðum sem er lýst í greinum 7.b (i)-(vii) að framan, eða ef við fáum óhóflegan fjölda af ágreiningsfærslum eða háa tíðni svika, þá:
i. er okkur heimilt að eigin ákvörðun að breyta eða segja upp þátttöku fyrirtækis þíns í AESK kerfinu; og
ii. þú verður að vinna með okkur að því að fækka fjölda ágreiningsfærslna hjá fyrirtæki þínu.
e) Okkur er heimilt að stöðva, segja upp eða breyta AESK kerfinu hvenær sem er, hvort sem þér er tilkynnt um það eða ekki. Uppsögn okkar á AESK kerfinu gagnvart þér, eða breytingar á því, geta ekki leitt til nokkurrar ábyrgðar okkar gagnvart þér.
f) Fallist þú ekki á AESK kerfið eins og það er nú eða kann að verða við breytingar sem við gerum á því, ber þér að hætta að taka þátt í AESK kerfinu, skila inn SafeKey vottuninni og skila eða eyðileggja allar trúnaðarupplýsingar sem þú fékkst í tengslum við AESK kerfið.
g) Viljir þú láta af þátttöku í AESK kerfinu, ber þér að tilkynna okkur það, og ef við á, tilkynna greiðsluþjónustuveitanda þínum það. Þér ber að skila inn SafeKey vottuninni og skila eða eyðileggja allar trúnaðarupplýsingar sem þú fékkst í tengslum við AESK kerfið.
Viðauki B
Sérstakir skilmálar fyrir sérstök svið viðskipta
Ef þú stundar viðskipti á einhverju af eftirfarandi sviðum, verður þú einnig að hlíta eftirfarandi ákvæðum (eftir því sem við kann að eiga):
1. Gistiþjónusta
a) Heimild
i. Ef korthafi óskar eftir því að nota kortið til að borga fyrir gistingu við innritun, ber þér að afla heimildar fyrir ætlaðri heildarfjárhæð færslunnar, byggðri á á verði gistingarinnar, fjölda daga, auk skatta og annarra þekktra tengdra gjalda (áætluð fjárhæð gistingar). Ekki er heimilt að taka við fyrirframgreiddum kortum við innritun til að fá heimild, tryggingu eða fyrirfram greiðslu. Heimild fyrir áætlaða fjárhæð gistingar er gild meðan á dvölinni stendur. Ekki er heimilt að ofmeta áætlaða fjárhæð gistingarinnar. Aflir þú ekki heimildar fyrir áætlaða fjárhæð gistingar, og sendir inn færsluna, og korthafi greiðir ekki fyrir færsluna af einhverri ástæðu, höfum við endurgreiðslurétt að allri upphæð færslunnar.
ii. Við brottför:
• Sé lokagreiðslan ekki hærri en nemur 15% til viðbótar við áætlaða fjárhæð gistingar þarf enga frekari heimild; eða
• sé lokagreiðslan hærri en 15% til viðbótar við áætlaða fjárhæð gistingar ber þér að afla heimildar fyrir allt það sem er umfram áætlaða fjárhæð gistingar. Aflir þú ekki slíkrar heimildar fyrir umframfjárhæðinni, eða sé heimildarbeiðni hafnað, og korthafi borgar ekki fyrir færsluna af hvaða ástæðu sem er, höfum við endurgreiðslurétt að fjárhæð sem er umfram áætlaða fjárhæð gistingarinnar.
• þrátt fyrir heimildarferla sem lýst er að framan, ber þér að fá samþykki korthafa fyrir heildarfjárhæð færslunnar. Aðeins má senda inn aukafjárhæð sé hún meðhöndluð sem sérstök færsla og aflað samþykkis korthafa fyrir nákvæmri heildarfjárhæð færslunnar. iii. Ef korthafar velja að nota fyrirframgreidd kort við brottför þegar heildarfjárhæðin liggur fyrir, ber þér að afla heimildar fyrir heildarfjárhæð færslunnar sem er gjaldfærð á fyrirframgreidda kortið.
b) Korthafi mætir ekki
i. Þú skalt því aðeins taka á móti kortinu fyrir færslur sem gjaldfærast á kort korthafa sem mætir ekki á staðinn fyrir þær gistibókanir sem þeir hafa skráð hjá þér að:
• korthafinn hafi tryggt pöntunina með korti sínu;
• þú hafir skráð niður kortanúmerið, gildistíma þess og heimilisfang til móttöku reiknings;
• þú hafir gefið korthafa rétt verð fyrir gistinguna og pöntunarnúmer þegar þú tókst á móti bókuninni.
• þú hafir tekið frá herbergi vegna bókunar korthafans fram að útgefnum brottfarartíma næsta dag, og herbergið hafi ekki staðið öðrum til boða þann tíma; og • þú hafir skráða verklagsreglu vegna bókana sem ekki er mætt í, sem er í samræmi við það sem tíðkanlegt er, samræmist lögum og korthafinn hafi verið upplýstur um verklagið þegar hann bókaði.
ii. Ef korthafinn stendur ekki við bókun sína, ber að merkja kvittun svo að hún sýni að um sé að ræða færslu vegna bókunar, sem ekki var mætt í. Afla verður heimildar.
iii. Ekki má nota fyrirframgreidd kort til að tryggja bókanir.
c) Reglubundnar færslur
Ef korthafi stofnar til færslna hjá einu eða fleiri af fyrirtækjum þínum á tilteknu tímabili en ekki við lok dvalarinnar, ber þér að afla heimildar fyrir hverri færslu áður en þú samþykkir hana. Þér ber að senda inn kvittun í samræmi við þennan samning.
2. Bílastæði
a) Semji korthafi við þig um að skilja eftir bifreið sína hjá þér í tiltekinn dagafjölda ber þér að senda færsluna innan sjö (7) daga frá dagsetningu slíks samnings.
b) Gefir þú út bílastæðapassa til ákveðins dagafjölda, ber að senda færslu vegna slíkrar útgáfu innan sjö (7) daga frá því hún á sér stað.
c) Sé ekki vitað hversu lengi stæði verður notað þegar korthafi skilur bifreið eftir, ber ekki að senda færsluna fyrr en síðasta daginn sem bifreiðin er í stæði hjá þér.
d) Við eigum endurgreiðslurétt að öllum færslum sem við getum ekki rukkað vegna svika.
3. Bílaleiga
a) Þegar korthafi vill nota kortið til að leigja bifreið (í minna en fjóra (4) mánuði samfleytt), ber þér að afla heimildar fyrir áætlaðri heildarfjárhæð færslunnar með því að margfalda verðið með leigutímanum sem korthafi pantaði auk þekkts tilfallandi kostnaðar (áætluð fjárhæð leigu). Hvorki má ofmeta fjárhæðina né taka inn í hana fjárhæð vegna mögulegra skemmda eða þjófnaðar á bifreiðinni. Í leigusamningi við korthafa ber að tilgreina nákvæma heildarfjárhæð fyrir bílaleigunni ásamt nákvæmri útlistun viðbótarvöru eða þjónustu sem um er samið og tilgreina nákvæmlega sem fjárhæð annað sem korthafinn gæti borið ábyrgð á og hann gæti komist hjá (t.d. gjald fyrir að mæta ekki, eða fyrir að skila bifreiðinni án þess að hafa fyllt á bensíntankinn). Leigusamningurinn þarf að fela í sér samþykki korthafa við því að hafa þennan kostnað með í færslunni sem er send fyrir leiguna á bifreiðinni.
b) Heimild fyrir áætlaða fjárhæð leigunnar gildir jafn lengi og bílaleigusamningurinn. Aflir þú ekki slíkrar heimildar fyrir áætlaðri fjárhæð leigu, sendir inn færsluna, og korthafi greiðir ekki af einhverri ástæðu, eigum við endurgreiðslurétt að heildarfjárhæð færslunnar.
c) Sé hin leigða bifreið skemmd þegar henni er skilað og korthafi hefur ekki keypt tryggingar af bílaleigunni sem taka til slíks tjóns, er þér heimilt að senda færslu, sem skal aðskilin frá færslunni fyrir kostnaði leigunnar, fyrir áætluðum kostnaði vegna skemmdanna, að því gefnu að:
i. þú hafir fengið skriflega, undirritaða og dagsetta viðurkenningu frá korthafanum á ábyrgð hans á tjóninu, ásamt nákvæmu mati á tjónsfjárhæð og yfirlýsingu frá korthafa um að hann óski eftir að greiða fyrir tjónið með kortinu;
ii. þú hafir fengið sérstaka aukaheimild fyrir áætluðu fjártjóni;
iii. upphaflega færslan fyrir bílaleigunni var sett á kort sama korthafa og vísað er til í (i) að framan.
iv. færslan sem send er inn vegna tjóns er ætlað fjártjón að viðbættum 15%, eða ef bifreiðin er ónýt, kostnaðurinn af nýrri bifreið. Þér ber að verða við beiðnum korthafa eða vátryggingafélagi hans um að útvega gögn um fjártjónið og atvik sem til þess urðu.
d) Þegar bifreiðinni er skilað:
i. Ef lokagreiðslan er ekki meira en 15% umfram áætlaða fjárhæð leigu þarf enga frekari heimild; eða
ii. sé lokagreiðslan meira en 15% til viðbótar við áætlaða fjárhæð leigu ber þér að afla heimildar fyrir öllu því sem er umfram áætlaða fjárhæð leigunnar Sé slíkrar heimildar ekki aflað, eða heimildarbeiðni þinni var hafnað, og korthafi borgar ekki fyrir færsluna af hvaða ástæðu sem er, eigum við endurgreiðslurétt að þeim hluta færslunnar sem er umfram áætlaða fjárhæð leigunnar.
e) Ef við tilkynnum þér að fyrirtæki fari ekki eftir þessum heimildarferlum ber þér að bæta úr því innan þrjátíu (30) daga. Séu úrbætur ekki gerðar innan þrjátíu (30) daga frá slíkri tilkynningu, höfum við endurgreiðslurétt að heildarfjárhæð allra færslna sem stofnað var til hjá fyrirtækinu eftir það tímamark. Það telst brot á ferlunum þegar meira en 5% af öllum heimildum þínum, eða heimildum staks fyrirtækis, fara ekki eftir framangreindum ferlum.
f) Þrátt fyrir heimildarferlana sem lýst er að framan, ber þér engu að síður að afla samþykkis korthafa fyrir nákvæmri heildarfjárhæð færslunnar. Aðeins má senda inn aukafjárhæð ef þú meðhöndlar hana sem sérstaka færslu og færð samþykki korthafa fyrir nákvæmri heildarfjárhæð færslunnar.
g) Ekki er heimilt að taka við fyrirframgreiddum kortum til að bóka eða sækja bifreið sem tekin er á leigu, en taka má við fyrirframgreiddum kortum fyrir greiðslu þegar bifreið er skilað og endanleg fjárhæð færslunnar liggur fyrir.
4. Bílasölur
a. Við tökum því aðeins við færslum til innborgunar á eða fyrir heildarsöluverði nýrra og notaðra bifreiða að:
i. fjárhæð færslunnar sé ekki hærri en heildarverð bifreiðarinnar að frádregnum viðeigandi afslætti, innborgun í reiðufé eða skiptum á eldri bíl; og
ii. þú aflir heimildar fyrir heildarupphæð færslunnar.
b) Neiti korthafinn að hafa stofnað til færslunnar eða veitt til hennar heimild og eigendaskipti hafa ekki verið framkvæmd á bifreiðinni eða hún afhent korthafa, höfum við endurgreiðslurétt að þeirri færslu.
5. Veitingastaðir
Fyrir veitingastaði:
i. sé lokafjárhæð færslu á veitingastað ekki meira en 20% umfram fjárhæð sem heimild var fengin fyrir þarf ekki að fá frekari heimild; eða
ii. sé lokafjárhæðin meira en 20% umfram þá fjárhæð sem heimild var veitt fyrir, verður að afla heimildar fyrir það sem umfram er. Þrátt fyrir heimildarferlana sem er lýst að framan, ber þér engu að síður að fá samþykki korthafa við nákvæmri lokafjárhæð færslunnar. Aðeins má senda inn aukafjárhæð að hún sé meðhöndluð sem sérstök færsla og samþykki korthafa fyrir nákvæmri fjárhæð færslunnar aflað.
6. Greinar í sérstökum áhættuflokki
Til eru sérstakar greinar atvinnustarfsemi og tegundir færslna sem American Express telur sérstaklega útsettar fyrir svikum. Á þeim grundvelli er heimilt að setja fyrirtæki á lista um áætlun um endurkröfurétt vegna svika (sem lýst er í viðauka A, gr. 5.d að framan) vegna færslna sem við náum ekki að innheimta þar sem þær byggjast á svikum. Þær tegundir færslna sem við teljum að séu í sérstökum áhættuflokki eru færslur gerðar hjá sjálfvirkum bensíndælum og stafræn viðskipti. Við áskiljum okkur réttinn til að bæta við fleiri tegundum færslna eða greinum viðskipta við þennan lista, eins og við teljum við hæfi.
7. Framlög til góðgerðarstarfsemi
a) Þú ábyrgist að fyrirtæki þitt sé ekki rekið í hagnaðarskyni, og að þú sért með skráningu sem góðgerðastarfsemi á Íslandi.
b) Þú mátt taka við kortinu fyrir peningagjafir sem telja má til kostnaðar í skattframtali i, eða fyrir greiðslu á vörum eða þjónustu þar sem korthafi getur talið a.m.k. 75% fram til kostnaðar í skattframtali.
c) Við nýtum okkur endurgreiðslurétt tafarlaust á öllum ágreiningsfærslum án þess að senda þér fyrirspurn um ágreininginn fyrst.
8. Fjarskipti
a) Þrátt fyrir ákvæði í þessum samningi, sem virðast leiða til annarrar niðurstöðu, er okkur heimilt að nýta endurgreiðslurétt okkar á ágreiningsfærslum sem fela í sér annað hvort (i) tilkynnta færslu sem er 50 USD að upphæð eða jafngildi þess eða minna í krónum, eða (ii) möguleg eða raunveruleg svik, sama hver upphæð ágreiningsfærslunnar er, sé rekstur þinn á sviði fjarskipta. Okkur er heimilt að breyta afsláttarprósentu þinni á grundvelli fjölda ágreiningsfærslna sem okkur eru sendar á því tímabili.
b) Á lista yfir samstarfsaðila, sem þér ber að senda til okkar samkvæmt gr. 1.d í samningnum, verður að telja upp alla aðila sem nota merki þín eða auglýsa sig á þann hátt að teljist til samstæðu þinnar á því landsvæði þar sem þú veitir fjarskiptaþjónustu. Fjarskipti þýðir fjarskiptaþjónusta, þ.m.t.; farsíma-, símboða-, langlínu- eða innanlandssímaþjónusta; þjónusta fyrir aðgang að interneti; eða gervihnatta- eða kapalsjónvarpsþjónusta og sambærileg þjónusta.
9. Tryggingar
a) Ef óháðir aðilar selja eða innheimta fyrir vörur eða þjónustu frá þér verður þú að senda okkur lista yfir þá óháðu aðila og tilkynna okkur um allar breytingar á listanum. Okkur er heimilt að nota þennan lista til að senda póst sem hvetur þessa óháðu aðila til þess að taka við kortinu. Okkur er heimilt að birta nafn þitt í þessum póstsendingum og þér ber að veita okkur meðmælabréf eða aðstoð eftir því sem við kunnum að fara fram á.
b) Þér ber að leggja þig fram um að hvetja óháða aðila til þess að taka við kortinu. Okkur er ljóst að þú stjórnar þeim ekki.
c) Öðru hverju, og með fyrirvara um gr. 2 í samningnum, er okkur heimilt að hefja markaðsátak sem auglýsir móttöku á kortinu sérstaklega hjá fyrirtæki þínu eða almennt hjá tryggingafélögum. Þér er ljóst að þú sendir okkur upplýsingar um korthafa í því skyni að við getum notað í slíku átaki og til greiningar á árangri slíks átaks. Hvorugur aðila getur tekið þátt í markaðssetningu eða gagnkvæmu sölufyrirkomulagi (e: cross selling) fyrir tryggingavörur á grundvelli þessa samnings.
d) Við ábyrgjumst hvorki innheimtu iðgjalda, né greiðslu þeirra á gjalddaga gagnvart þér.
e) Þú munt halda okkur, samstarfsaðilum okkar eða þeim sem við réttindunum kunna að taka skaðlausum og verjast hvers kyns kröfum sem korthafar eða fyrrum korthafar kunna að gera og eiga sér stoð eða sagðar eiga sér stoð í því að vátryggingarsamningi við þá hafi verið slitið eða aðrar breytingar gerðar á tryggingavernd þeirra.
f) Í þessari grein 9, tekur þú og þinn einnig til umboða sem stunda viðskipti á sama sviði og þú. Umboð þýðir aðili eða fyrirtæki sem notar merkin þín og auglýsir sig sem hluta samstæðu þinnar. Umsýsluaðili er aðili eða fyrirtæki sem selur vörur og þjónustu frá þér og öðrum gegn greiðslu þóknunar, sem kann hvort heldur að vera veltutengd eða föst.
10. Veitendur greiðsluþjónustu
Bjóðir þú upp á greiðsluþjónustu fyrir hönd þriðju aðila (verkbeiðandi) en ert kaupmaðurinn á skrá fyrir viðskiptavini sem vilja bera fram kvartanir vegna greiðslu eða þjónustu, ert þú að því er þennan samning varðar greiðsluþjónustuveitandi og mátt því ekki taka á móti kortinu samkvæmt þessum samningi.
Viljir þú starfa sem greiðsluþjónustuveitandi fyrir færslur sem stofnað var til með American Express kortum verður þú að hafa samband við okkur um gerð samnings fyrir greiðsluþjónustuveitendur.
American Express Payments Europe S.L.,
Skrifstofur : Avenida Partenón 12-14, 28042, Madrid.
Skráð á Spáni undir skattnúmeri B88021431