Visa Réglur um bílaleigu
Last material update
April 22, 2024
I. Sérstakar reglur Visa um bílaleigur
Við upphaf leigu bifreiðar má bílaleiga sækja um heimild á kort leigutaka fyrir áætlaðri upphæð leigukostnaðar. Heimild sem veitt er gildir út leigutíma bifreiðar. Áætluð heildarupphæð heimildarbeiðni má ekki innihalda kostnað vegna sjálfsábyrgðar eða mögulegs tjóns. Ef endanlegur leigukostnaður fer umfram upphæð heimildar ber að sækja um nýja heimild fyrir mismuninum.
Skuldfærsla vegna tjóns og sjálfsábyrgða
Ef í ljós kemur við skil á bifreið að hún hefur orðið fyrir tjóni á leigutíma má bílaleiga skuldfæra korthafa um upphæð tjónamats að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
-Að skuldfærsla vegna tjóns sé aðskilin skuldfærslu vegna leigu eða leigukostnaðar.
-Að fyrir liggi undirritað samþykki korthafa á skuldfærslu vegna sjálfsábyrgðar (Self risk) mögulegs tjóns. Korthafi þarf að hafa samþykkt tryggingaskilmála bílaleigunnar með undirskrift sinni á sömu blaðsíðu og skilmálarnir eru birtir.
-Að bílaleiga hafi tilkynnt korthafa skriflega um tjón og áætlaðan kostnað innan 10 virka daga frá skilum bifreiðar ásamt því að gefa korthafa 20 virka daga frest til að mótmæla áður en kort hans er skuldfært. Einnig þarf að vera skilgreint hver hlutur korthafa sé á móti tryggingum vegna tjóns og hvers vegna. › Að korthafa hafi verið send tvö tjónamöt frá aðskildum verkstæðum og skal lægra tjónamatið gilda.
-Að sótt hafi verið um heimild fyrir upphæð tjónamatsins eða þeirri upphæð sem korthafi samþykkir.
-Að upphæð skuldfærslu vegna tjóns sé ekki hærri en upphæðin sem korthafi samþykkti eða hærri en verðmat bifreiðarinnar ef bíllinn telst ónýtur. Skuldfært hafi verið fyrir tjónið innan 90 daga frá skuldfærslu leigugjalds.
Ef raunkostnaður vegna tjónsins reynist lægri en korthafi var skuldfærður fyrir ber bílaleigu að endurgreiða korthafa mismuninn innan 30 daga.
Athugasemd vegna kortafærslu
Ef endurkrafa eða fyrirspurn berst vegna skuldfærslu tjóns ber bílaleigu að senda Borgun afrit af eftirfarandi skjölum:
-Undirrituðum leigusamningi ásamt loka samningi
-Tjónamati frá viðurkenndu verkstæði
-Lögregluskýrslu ef við á
-Samþykkt korthafa fyrir skuldfærslu tjóns
-Færslukvittun
-Skilmálum bílaleigu
Skilmálar
Skilmála bílaleigu ber að birta korthafa við bókun þjónustu áður en bókun/kaupum á netinu er lokið. Skilmálana ber að birta í sama glugga og bókun/kaup eru staðfest. Óheimilt er að birta skilmála í sér glugga eða á vefslóð. Skilmála ber einnig að senda korthafa í tölvupósti með bókunarstaðfestingu. Skilmála bílaleigu á pappír ber að kynna fyrir korthafa og hann verður að samþykkja með undirskrift sinni á sömu blaðsíðu og skilmálarnir eru tíundaðir.
Ef korthafi samþykkir tryggingu bílaleigu (CDW) þarf tryggingin að vera staðfest sérstaklega af leigutaka með upphafsstöfum hans, þar sem undirritun leigusamnings tekur ekki til þessa ákvæðis.
Leigusamningar
Bílaleiga verður sjálf að sjá til þess að samningar hennar standist kröfur dómstóla, þar sem í sumum tilfellum er það eina úrræði bílaleigu til að innheimta kostnað vegna tjóns bílaleigubifreiðar.
Ef nánari upplýsinga er óskað vinsamlega hafið samband við Þjónustuver Teya í síma +354 560 1600 eða sendið tölvupóst á hjalp@teya.com.
Ofangreind atriði eru unnin eftir reglum frá Visa og geta tekið breytingum eftir útgáfu þessa bréfs.